Gerðu sér vonir um að spila um verðlaun ef allt gengi upp en unnu svo mótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2022 10:00 Norska liðið fagnar eftir sigurinn á því danska, 27-25, í úrslitaleik EM. epa/ANTONIO BAT Þórir Hergeirsson gerði sér vonir um að norska kvennalandsliðið í handbolta myndi spila um verðlaun á EM í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi enda höfðu fjórir lykilmenn helst úr lestinni frá síðasta stórmóti, HM 2022. Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir. EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir.
EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða