Píratar 10 ára: áratugur öðruvísi stjórnmála Halldóra Mogensen skrifar 24. nóvember 2022 17:00 Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála. Pælum aðeins í því. Það eru tíu ár síðan Píratar byrjuðu að beita sér fyrir uppfærðri stjórnmálamenningu, aðhaldi með valdi, gagnsæi, gagnrýnni hugsun og lýðræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raunverulegum árangri. Hægt og bítandi höfum við sýnt og sannað að Píratar séu afl heiðarleikans. Afl sem er keyrt áfram af venjulegu fólki sem vill bara skapa lýðræðislegt og heilbrigt samfélag þar sem allir fá tækifæri til að dafna og lifa lífinu á sínum forsendum. Baráttan fyrir gagnsæi og réttlæti Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og baráttuna gegn spillingu, því lýðræðið verður aldrei heilbrigt án þess að við séum viss um að við séum öll að leika eftir sömu leikreglum. Við spyrjum spurninga, köllum eftir svörum og bendum á þegar keisarinn er nakinn, því lýðræðið getur ekki þrifist í þögninni, myrkrinu og meðvirkninni. Við þekkjum það allt of vel hvernig það er ganga upp í móti í baráttunni fyrir réttlætismálum. Við þekkjum líka viðbrögðin við aðhaldinu sem Píratar standa fyrir. Þau eru oftast harkaleg. Það er talað niður til okkar og við erum sökuð um að vita ekkert og skilja ekkert. Svo virðist sem allt megi í íslenskum stjórnmálum annað en að raunverulega skoða málin ofan í kjölinn. Það má segja að þetta sé hin sannkallaða festa íslenskra stjórnmála. Yfirlæti og hortugheit. Sendiboðinn skotinn, málum þvælt og almenningur svo skammaður fyrir að láta ekki bjóða sér óréttlætið og sjálftökuna. Píratar neita að taka þátt í þessu, því þetta er ömurleg pólitík. Píratar snúast um lýðræði Hvað er að vera Pírati? Ég velti þessu oft fyrir mér. Það er gott að taka stundum smá stund og skoða eigin verk og hugsanir. Píratar voru stofnaðir til þess að innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunnstefna flokksins hvílir á lýðræði og það hefur haft áhrif á öll vinnubrögð Pírata frá upphafi. En lýðræði er ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Lýðræði er líka nálgun á stjórnmál. Nálgun sem leggur áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu – og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans. Og ég held að þetta sé einmitt kjarninn, það sem skiptir mestu máli: okkur þykir vænt um fólk. Það er fátt betra leiðarljós í þessari vinnu en einmitt það að þykja vænt um fólk og samfélagið sem við öll deilum. Píratar sjá möguleikann á samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að dafna á eigin forsendum. Samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Hugrekkið til að spyrja óþægilegra spurninga Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfum við að sýna hugrekki og horfast í augu við ákveðnar grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur. Eru þau raunverulega að þjóna heildinni? Við þurfum nefnilega að byrja að takast á við rót vandamálanna í stað þess að plástra mein sem eru inngróin og kerfislæg. Pólitíkina skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélagsbreytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu. Frelsi til þess að nýta sköpunarkraftinn okkar og þora að gera tilraunir með allt sem þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum bjóða upp á. Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna. Lýðræðið er ekki sjálfsagt Það er ekki sjálfsagt í stjórnmálum að leiðarstefið sé gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálamenn byggi ákvarðanir sínar á gögnum og rökræðu en ekki sérhagsmunum. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að á þingi sé flokkur sem trúir á mikilvægi lýðræðis og valddreifingar, flokkur sem trúir því að fólk eigi að fá að hafa áhrif á ákvarðanir sem hafa áhrif á líf þess. Píratar eru hins vegar sá flokkur. Kæru Píratar, innan flokks sem utan – innilega til hamingju með tíu ára afmælið. Takk fyrir að standa saman vörð um lýðræðið, tjáningarfrelsið og sköpunargleðina gegnum súrt og sætt. Það skiptir nefnilega máli, og það er ekki sjálfsagt. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála. Pælum aðeins í því. Það eru tíu ár síðan Píratar byrjuðu að beita sér fyrir uppfærðri stjórnmálamenningu, aðhaldi með valdi, gagnsæi, gagnrýnni hugsun og lýðræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raunverulegum árangri. Hægt og bítandi höfum við sýnt og sannað að Píratar séu afl heiðarleikans. Afl sem er keyrt áfram af venjulegu fólki sem vill bara skapa lýðræðislegt og heilbrigt samfélag þar sem allir fá tækifæri til að dafna og lifa lífinu á sínum forsendum. Baráttan fyrir gagnsæi og réttlæti Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og baráttuna gegn spillingu, því lýðræðið verður aldrei heilbrigt án þess að við séum viss um að við séum öll að leika eftir sömu leikreglum. Við spyrjum spurninga, köllum eftir svörum og bendum á þegar keisarinn er nakinn, því lýðræðið getur ekki þrifist í þögninni, myrkrinu og meðvirkninni. Við þekkjum það allt of vel hvernig það er ganga upp í móti í baráttunni fyrir réttlætismálum. Við þekkjum líka viðbrögðin við aðhaldinu sem Píratar standa fyrir. Þau eru oftast harkaleg. Það er talað niður til okkar og við erum sökuð um að vita ekkert og skilja ekkert. Svo virðist sem allt megi í íslenskum stjórnmálum annað en að raunverulega skoða málin ofan í kjölinn. Það má segja að þetta sé hin sannkallaða festa íslenskra stjórnmála. Yfirlæti og hortugheit. Sendiboðinn skotinn, málum þvælt og almenningur svo skammaður fyrir að láta ekki bjóða sér óréttlætið og sjálftökuna. Píratar neita að taka þátt í þessu, því þetta er ömurleg pólitík. Píratar snúast um lýðræði Hvað er að vera Pírati? Ég velti þessu oft fyrir mér. Það er gott að taka stundum smá stund og skoða eigin verk og hugsanir. Píratar voru stofnaðir til þess að innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunnstefna flokksins hvílir á lýðræði og það hefur haft áhrif á öll vinnubrögð Pírata frá upphafi. En lýðræði er ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Lýðræði er líka nálgun á stjórnmál. Nálgun sem leggur áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu – og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans. Og ég held að þetta sé einmitt kjarninn, það sem skiptir mestu máli: okkur þykir vænt um fólk. Það er fátt betra leiðarljós í þessari vinnu en einmitt það að þykja vænt um fólk og samfélagið sem við öll deilum. Píratar sjá möguleikann á samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að dafna á eigin forsendum. Samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Hugrekkið til að spyrja óþægilegra spurninga Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfum við að sýna hugrekki og horfast í augu við ákveðnar grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur. Eru þau raunverulega að þjóna heildinni? Við þurfum nefnilega að byrja að takast á við rót vandamálanna í stað þess að plástra mein sem eru inngróin og kerfislæg. Pólitíkina skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélagsbreytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu. Frelsi til þess að nýta sköpunarkraftinn okkar og þora að gera tilraunir með allt sem þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum bjóða upp á. Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna. Lýðræðið er ekki sjálfsagt Það er ekki sjálfsagt í stjórnmálum að leiðarstefið sé gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálamenn byggi ákvarðanir sínar á gögnum og rökræðu en ekki sérhagsmunum. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að á þingi sé flokkur sem trúir á mikilvægi lýðræðis og valddreifingar, flokkur sem trúir því að fólk eigi að fá að hafa áhrif á ákvarðanir sem hafa áhrif á líf þess. Píratar eru hins vegar sá flokkur. Kæru Píratar, innan flokks sem utan – innilega til hamingju með tíu ára afmælið. Takk fyrir að standa saman vörð um lýðræðið, tjáningarfrelsið og sköpunargleðina gegnum súrt og sætt. Það skiptir nefnilega máli, og það er ekki sjálfsagt. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun