Fresta jólaglögg vegna áhyggna af öryggi í miðbænum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. nóvember 2022 17:50 Um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað komu sína á jólaglöggina. vísir/vilhelm Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. „Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“ Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
„Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“
Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50