Hoppar yfir Bestu deildina og út í atvinnumennsku eins og Eyjólfur Sverris Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 13:02 Kjartan Kári Halldórsson var markakóngur Lengjudeildarinnar í sumar. FK Haugesund Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson tekur nú risastökk á sínum ferli með því að gerast atvinnumaður hjá norska félaginu Haugesund. Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans. Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans.
Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira