Sjálfstæðisflokkurinn þarf að greiða fasteignagjöld í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2022 11:48 Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis eru undrandi á þeirri ákvörðun meirihlutans að hætta að fella niður fasteignagjöld vegna fasteigna í bænum sem eru í eigu stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem á fasteign í bænum. Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur. Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur.
Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira