Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2022 07:01 Erfitt er að sjá hvað orsakaði hópslagsmálin. Á myndinni má sjá Quincy Promes [til vinstri] og Shamar Nicholson [til hægri] ásamt dómara leiksins og þeim Wilmar Barrios, og Rodrigo. Mike Kireev/Getty Images Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum. Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum.
Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira