Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 10:56 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, um borð í japönsku herskipi fyrr í mánuðinum. EPA/ISSEI KATO Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Ráðherrann segir þetta vegna sífellt versnandi öryggisástands á svæðinu. Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Japanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í ríkið. Samkvæmt frétt Japan Times hafa yfirvöld í Japan lengi haldið sig við að verja um einu prósenti af GDP til varnarmála en með þessu á að færa ríkið nær þeim staðli sem miðað er við innan Atlantshafsbandalagsins, þó flest ríki bandalagsins nái því ekki. Fjárhagsstaða Japans þykir ekki góð um þessar mundir en samkvæmt JT hafa ráðgjafar Kishida lagt til niðurskurð og skattlagningu til að fjármagna fjárútlátin. Japanskar orrustuþotur á flugi. Japanir vilja byggja upp getu til að gera árásir á herstöðvar og stjórnstöðvar óvina sinna.EPA/ISSEI KATO Hröð fólksfækkun grefur undan öryggi Japan í þriðja sæti heimsins yfir stærstu hagkerfin en framfærslukostnaður er mikill og launahækkanir hafa ekki haldið í við hækkun kostnaðar. Það er talið meðal ástæðna fyrir því að íbúafjöldi hefur dregist saman á Japan og þjóðin hefur elst mjög. Íbúafjöldi Japans stendur í rúmum 125 milljónum og hefur hann dregist saman í um fjórtán ár. Spár gera ráð fyrir að fólksfækkunin muni halda áfram til ársins 2060 þá verði Japanir alls 86,7 milljónir talsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aldrei fæðst færri börn í Japan en á þessu ári. Alls fæddust 599.636 börn frá janúar til september og er það 4,9 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Allt síðasta ár fæddust 811.000 börn í Japan og er útlit fyrir að færri börn fæðist á þessu ári. Ungt fólk er sagt forðast það að eignast börn og stofna fjölskyldur vegna erfiðs ástands á vinnumarkaði, erfiðra samgangna og menningar sem hæfist ekki því að báðir foreldrar í fjölskyldu séu útivinnandi. Nefnd sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um að þessi samdráttur gæti dregið úr þjóðaröryggi Japans á komandi árum. Vilja geta gert árásir Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stjórnarskrá Japans meinað herafla ríkisins að starfa utan landamæra þess en japanskir ráðamenn hafa á undanförnum árum lagt til að Japanir auki getu sína til árása. Flokkur Kishida hefur lagt til að Japanir komi upp getu til að gera árásir á stjórnstöðvar og herstöðvar mögulegra óvina ef slíkir gerðu árás á Japan. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Stuðningsmenn þessarar áætlunar segja að hún myndi gera Japönum kleift að standa frekar í hárinu á Kínverjum og Norður-Kóreumönnum. JT segir nýlega könnun benda til þess að rúmlega sextíu prósent Japana séu fylgjandi því. Kishida gaf í skyn á þingi í morgun að til stæði að byggja upp loftvarnir Japans og byggja upp getu til árása, eins og til dæmis með stýriflaugum, og að það myndi senda þeim sem ógni Japan skýr skilaboð. Japan Hernaður Kína Taívan Norður-Kórea Tengdar fréttir Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10 Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Ráðherrann segir þetta vegna sífellt versnandi öryggisástands á svæðinu. Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Japanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í ríkið. Samkvæmt frétt Japan Times hafa yfirvöld í Japan lengi haldið sig við að verja um einu prósenti af GDP til varnarmála en með þessu á að færa ríkið nær þeim staðli sem miðað er við innan Atlantshafsbandalagsins, þó flest ríki bandalagsins nái því ekki. Fjárhagsstaða Japans þykir ekki góð um þessar mundir en samkvæmt JT hafa ráðgjafar Kishida lagt til niðurskurð og skattlagningu til að fjármagna fjárútlátin. Japanskar orrustuþotur á flugi. Japanir vilja byggja upp getu til að gera árásir á herstöðvar og stjórnstöðvar óvina sinna.EPA/ISSEI KATO Hröð fólksfækkun grefur undan öryggi Japan í þriðja sæti heimsins yfir stærstu hagkerfin en framfærslukostnaður er mikill og launahækkanir hafa ekki haldið í við hækkun kostnaðar. Það er talið meðal ástæðna fyrir því að íbúafjöldi hefur dregist saman á Japan og þjóðin hefur elst mjög. Íbúafjöldi Japans stendur í rúmum 125 milljónum og hefur hann dregist saman í um fjórtán ár. Spár gera ráð fyrir að fólksfækkunin muni halda áfram til ársins 2060 þá verði Japanir alls 86,7 milljónir talsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aldrei fæðst færri börn í Japan en á þessu ári. Alls fæddust 599.636 börn frá janúar til september og er það 4,9 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Allt síðasta ár fæddust 811.000 börn í Japan og er útlit fyrir að færri börn fæðist á þessu ári. Ungt fólk er sagt forðast það að eignast börn og stofna fjölskyldur vegna erfiðs ástands á vinnumarkaði, erfiðra samgangna og menningar sem hæfist ekki því að báðir foreldrar í fjölskyldu séu útivinnandi. Nefnd sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um að þessi samdráttur gæti dregið úr þjóðaröryggi Japans á komandi árum. Vilja geta gert árásir Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stjórnarskrá Japans meinað herafla ríkisins að starfa utan landamæra þess en japanskir ráðamenn hafa á undanförnum árum lagt til að Japanir auki getu sína til árása. Flokkur Kishida hefur lagt til að Japanir komi upp getu til að gera árásir á stjórnstöðvar og herstöðvar mögulegra óvina ef slíkir gerðu árás á Japan. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Stuðningsmenn þessarar áætlunar segja að hún myndi gera Japönum kleift að standa frekar í hárinu á Kínverjum og Norður-Kóreumönnum. JT segir nýlega könnun benda til þess að rúmlega sextíu prósent Japana séu fylgjandi því. Kishida gaf í skyn á þingi í morgun að til stæði að byggja upp loftvarnir Japans og byggja upp getu til árása, eins og til dæmis með stýriflaugum, og að það myndi senda þeim sem ógni Japan skýr skilaboð.
Japan Hernaður Kína Taívan Norður-Kórea Tengdar fréttir Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10 Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10
Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43
Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56