Þórir Snær Sigurðsson vann Rímnaflæði 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 10:36 Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“. Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins á aldrinum 13-16 ára er stökkpallur fyrir unga rappara var fyrst haldin árið 1999 í Miðbergi. Síðustu tvö ár var viðburðurinn haldinn á netinu og segir í tilkynningu að mjög gaman hafi verið að geta loksins haldið þennan viðbuðrinn aftur með keppendur og áhorfendur á staðnum í Fellahelli. „Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref.“ Dómnefndina skipuðu þau Ragna Kjartansdóttir, Ragnhildur Holm og Árni Matthíasson. Plötusnúðarnir Patrekur og Hilmar „Einn og hálfur Dj" úr félagsmiðstöðinni Sigyn spiluðu í upphafi viðburðar. Einnig komu fram Ragnheiður Inga Matthíasdóttir (Ragga Rix) sigurvegari Rímnaflæði 2021, Jónas Víkingur (Johnny Boy) sigurvegari Rímnaflæði 2020, Daniil, Issi og Ízleifur. Að neðan má sjá myndband frá Rímnaflæði 2021. Krakkar Grunnskólar Tónlist Reykjavík Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins á aldrinum 13-16 ára er stökkpallur fyrir unga rappara var fyrst haldin árið 1999 í Miðbergi. Síðustu tvö ár var viðburðurinn haldinn á netinu og segir í tilkynningu að mjög gaman hafi verið að geta loksins haldið þennan viðbuðrinn aftur með keppendur og áhorfendur á staðnum í Fellahelli. „Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref.“ Dómnefndina skipuðu þau Ragna Kjartansdóttir, Ragnhildur Holm og Árni Matthíasson. Plötusnúðarnir Patrekur og Hilmar „Einn og hálfur Dj" úr félagsmiðstöðinni Sigyn spiluðu í upphafi viðburðar. Einnig komu fram Ragnheiður Inga Matthíasdóttir (Ragga Rix) sigurvegari Rímnaflæði 2021, Jónas Víkingur (Johnny Boy) sigurvegari Rímnaflæði 2020, Daniil, Issi og Ízleifur. Að neðan má sjá myndband frá Rímnaflæði 2021.
Krakkar Grunnskólar Tónlist Reykjavík Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira