Fótbolti

Ronaldo nálægt því að samþykkja stjörnugalið samningstilboð Sádanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Budda Cristianos Ronaldo þyngist til muna ef hann semur við Al Nassr.
Budda Cristianos Ronaldo þyngist til muna ef hann semur við Al Nassr. getty/Richard Sellers

Cristiano Ronaldo er nálægt því að gera risasamning við Al Nassr í Sádí-Arabíu. Hann er án félags eftir að hann yfirgaf Manchester United í síðustu viku.

Spænska dagblaðið Marca greinir frá því að Al Nassr hafi gert Ronaldo stjörnugalið samningstilboð. Um er að ræða tveggja og hálfs árs samning sem færir Ronaldo 172,9 milljónir punda í árslaun. Al Nassr er næstsigursælasta lið Sádí-Arabíu með níu meistaratitla.

Ronaldo hafnaði því að fara til Sádí-Arabíu síðasta sumar en gæti tekið skrefið þangað núna. Ólíklegt þykir að nokkurt lið sem er eftir í Meistaradeild Evrópu vilji fá Portúgalann.

Hinn 37 ára Ronaldo er nú staddur með portúgalska landsliðinu á HM í Katar. Hann hefur skorað eitt mark á mótinu til þessa.

Samningi Ronaldos við United var rift í síðustu viku eftir umtalað hans við Piers Morgan þar sem hann gagnrýndi nánast allt og alla sem tengjast United. Hann sneri aftur til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrra og var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili. Ronaldo hins vegar bara þrjú mörk á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×