Langur dagur í Karphúsinu: „Ekki búið fyrr en þetta er búið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:52 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Dagskráin er þétt í kjaraviðræðum í dagsins. vísir/samett mynd Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær. Formaður SGS segir markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðarmót. Ríkissáttasemjari segir að tekin verði ákvörðun í dag um hvort VR verði einnig boðað á fundinn. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira