Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 17:19 Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa lengi barist fyrir bættum kjörum. Getty/Hesther Ng Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum. Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum.
Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent