Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 18:01 Ástralir eru komnir áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins eftir frækinn sigur á Dönum. Vísir/Getty Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022
HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54