Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 21:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að samningar náist fljótlega á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. Læknastöðin í Orkuhúsinu hefur boðað töluverðar verðhækkanir frá og með morgundeginum. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár og engar gjaldskrárhækkanir orðið í þrjú ár. Misjafnt er hversu mikið þjónustan hækkar nú en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða hundrað sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjúklinga það er algjörlega ljóst. Ég þekki ekki á hverju þessir aðilar byggja sína útreikninga á aukagjöldunum. Þetta er ekki mjög gegnsætt. Þetta eru einhliða hækkanir. Okkur finnst þetta svona, að því marki sem við getum skoðað þetta. Þá finnst okkur þetta nú talsvert umfram verðlagshækkanir.“ Það sem meðal annars hafi komið í veg fyrir samninga sé krafan um að sett sé þak á allan kostnað í öllum samningum. María segir mikilvægt að deilan fari að leysast. „Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að borga þessi háu aukagjöld og þess vegna finnst okkur svo mikil ábyrgð á bæði okkur og ekki síður okkar viðsemjendur að ganga rösklega til samninga og þess vegna höfum við sent þeim ákveðið upplegg og vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því. Heilbrigðisráðherra segir erfitt að vita til þess fólk sé nú rukkað um allt að nærri tvö hundruð þúsund fyrir aðgerðir. „Það er bara mjög vont að vita til þess og það er auðvitað þessi stefna okkar stjórnvalda og ríkisstjórnar um að jafna aðgengi að þjónustu sem að kannski knýr á um það núna meira en áður að við náum samningum.“ Hann segir mikilvægt að ná samningum sem fyrst. „Þess vegna legg ég mikla áherslu á og hef gert frá því ég kom í sæti heilbrigðisráðherra að við náum samningum. Þetta er nú kannski birtingarmyndin núna við þessar efnahagskringumstæður sem við erum að búa við meðal annars en ég er bjartsýnn og Sjúkratryggingar fyrir okkar hönd og læknar þeir hafa setið við samningaborðið og eru að reyna að ná saman um þessa mikilvægu þjónustu þannig að það komist á samningur.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Læknastöðin í Orkuhúsinu hefur boðað töluverðar verðhækkanir frá og með morgundeginum. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár og engar gjaldskrárhækkanir orðið í þrjú ár. Misjafnt er hversu mikið þjónustan hækkar nú en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða hundrað sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjúklinga það er algjörlega ljóst. Ég þekki ekki á hverju þessir aðilar byggja sína útreikninga á aukagjöldunum. Þetta er ekki mjög gegnsætt. Þetta eru einhliða hækkanir. Okkur finnst þetta svona, að því marki sem við getum skoðað þetta. Þá finnst okkur þetta nú talsvert umfram verðlagshækkanir.“ Það sem meðal annars hafi komið í veg fyrir samninga sé krafan um að sett sé þak á allan kostnað í öllum samningum. María segir mikilvægt að deilan fari að leysast. „Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að borga þessi háu aukagjöld og þess vegna finnst okkur svo mikil ábyrgð á bæði okkur og ekki síður okkar viðsemjendur að ganga rösklega til samninga og þess vegna höfum við sent þeim ákveðið upplegg og vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því. Heilbrigðisráðherra segir erfitt að vita til þess fólk sé nú rukkað um allt að nærri tvö hundruð þúsund fyrir aðgerðir. „Það er bara mjög vont að vita til þess og það er auðvitað þessi stefna okkar stjórnvalda og ríkisstjórnar um að jafna aðgengi að þjónustu sem að kannski knýr á um það núna meira en áður að við náum samningum.“ Hann segir mikilvægt að ná samningum sem fyrst. „Þess vegna legg ég mikla áherslu á og hef gert frá því ég kom í sæti heilbrigðisráðherra að við náum samningum. Þetta er nú kannski birtingarmyndin núna við þessar efnahagskringumstæður sem við erum að búa við meðal annars en ég er bjartsýnn og Sjúkratryggingar fyrir okkar hönd og læknar þeir hafa setið við samningaborðið og eru að reyna að ná saman um þessa mikilvægu þjónustu þannig að það komist á samningur.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31
Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02