Þær Rakel Sara Elvarsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir eru allar leikmenn Molde og léku með liðinu í dag. Volda var fyrir leikinn með fjögur stig í deildinni en andstæðingarnir í Molde voru í öðru sæti með tíu stig, fjórum stigum á eftir stórliði Vipers.
Leikurinn í dag var ekki sérlega jafn. Molde leiddi 20-11 eftir fyrri hálfleikinn og héldu uppteknum hætti í þeim síðari. Lokatölur 38-22, sextán marka sigur og Molde heldur í við Vipers á toppnum.
Íslensku stelpurnar hjá Volda skoruðu allar eitt mark í leiknum í dag. Rakel Sara og Dana Björg skoruðu sitt mark í fjórum skotum en Katrín Tinna nýtti sitt eina skot á markið.
Volda mætir næst liði Larvik sem er í fjórða sæti deildarinnar.