Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 07:00 Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem leikur á heismeistaramótinu í Katar. Vísir/Getty Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Leikmaðurinn var handtekinn í sumar vegna ásökunar um nauðgun en úrskurðurinn um að hann skyldi vera laus gegn tryggingu var framlengdur og gildir nú þar til í janúar í byrjun næsta árs. Í yfirlýsingu Metropolitan lögreglunnar í London og nágrenni segir að leikmaðurinn hafi verið handtekinn þann 4.júlí í sumar eftir að tilkynning barst til lögreglunnar frá konu á þrítugsaldri um meinta nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað í júní 2021. Leikmaðurinn var einnig sakaður um tvær aðrar nauðganir af annarri konu sem einnig er á þrítugsaldri. Þær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní árið 2021. Ekkert verður aðhafst í öðru þeirra mála þar sem löggjöf sem gildir um málið hafði ekki tekið gildi á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Í frétt The Athletic kemur fram að leikmaðurinn hafi verið valinn í lokahóp eins þeirra þrjátíu og tveggja landsliða sem nú taka þátt í heimsmeistaramótinu í Katar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður hefur hann ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum. Félagslið leikmannsins setti leikmanninn ekki í bann og hann hefur haldið áfram að leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í haust. Tvö önnur mál hafa verið til umfjöllunar undanfarið þar sem leikmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru sakaðir um kynferðisbrot. Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, bíður dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar en Pep Guardiola, þjálfari City, var meðal þeirra sem bar vitni við réttarhöldin. Þá var Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ákærður nú í haust fyrir nauðgun og líkamsárás en hann var handtekinn í janúar eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood. Hvorki Mendy né Greenwood hafa leikið með liðum sínum undanfarna mánuði. Enski boltinn HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20 Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58 Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Leikmaðurinn var handtekinn í sumar vegna ásökunar um nauðgun en úrskurðurinn um að hann skyldi vera laus gegn tryggingu var framlengdur og gildir nú þar til í janúar í byrjun næsta árs. Í yfirlýsingu Metropolitan lögreglunnar í London og nágrenni segir að leikmaðurinn hafi verið handtekinn þann 4.júlí í sumar eftir að tilkynning barst til lögreglunnar frá konu á þrítugsaldri um meinta nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað í júní 2021. Leikmaðurinn var einnig sakaður um tvær aðrar nauðganir af annarri konu sem einnig er á þrítugsaldri. Þær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní árið 2021. Ekkert verður aðhafst í öðru þeirra mála þar sem löggjöf sem gildir um málið hafði ekki tekið gildi á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Í frétt The Athletic kemur fram að leikmaðurinn hafi verið valinn í lokahóp eins þeirra þrjátíu og tveggja landsliða sem nú taka þátt í heimsmeistaramótinu í Katar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður hefur hann ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum. Félagslið leikmannsins setti leikmanninn ekki í bann og hann hefur haldið áfram að leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í haust. Tvö önnur mál hafa verið til umfjöllunar undanfarið þar sem leikmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru sakaðir um kynferðisbrot. Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, bíður dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar en Pep Guardiola, þjálfari City, var meðal þeirra sem bar vitni við réttarhöldin. Þá var Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ákærður nú í haust fyrir nauðgun og líkamsárás en hann var handtekinn í janúar eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood. Hvorki Mendy né Greenwood hafa leikið með liðum sínum undanfarna mánuði.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20 Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58 Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20
Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58
Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02