Anníe Mist leikur sér nú að martröðinni sinni frá fyrstu heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir hefur tekið því sem áskorun að takast á við hringina og muscle-up greinina sem reyndist henni svo erfið á fyrstu heimsleikunum. Youtube/Dóttir Anníe Mist Þórisdóttir er sexfaldur verðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í CrossFit en væri kannski með fleiri verðlaun frá leikunum ef ekki væri fyrir eina sannkallaða martraðagrein hennar á fyrstu heimsleikunum árið 2009. Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Sjá meira
Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Sjá meira