3,4 milljónir í laun á tímann allan sólarhringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 16:31 Cristiano Ronaldo fagnar sigri portúgalska liðsins í síðasta leik þess á HM í Katar. Getty/Richard Sellers Góður átta tíma svefn gæti gefið Cristiano Ronaldo 27 milljónir í aðra hönd. Sænska Sportbladet hefur reiknað út möguleg ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá sádí-arabíska félaginu Al Nassr. Samkvæmt fréttum að utan þá hefur Al Nassr boðið Ronaldo samning til ársins 2025 sem gefur fyrrum leikmanni Manchester United og Real Madrid tvö hundruð milljónir evra í laun á hvert tímabil. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hinn 37 ára gamli portúgalski framherji gekk frá starfslokum hjá Manchester United áður en hann heimsmeistaramótið í Katar hófst eftir svakalegt viðtal þar sem hann drullaði yfir allt og alla á Old Trafford. Hann átti ekki afturkvæmt til United og áhuginn í Evrópu er greinilega mjög takmarkaður. Það var alltaf stefnan hjá Ronaldo að reyna komast að hjá evrópsku Meistaradeildarfélagi til að reyna að bæta eitthvað við met sín hjá slíku félagi en áhuginn virðist vera lítill sem enginn. Tilboðið frá Sádí-Arabíu er því afar freistandi og það sést vel hversu klikkað það er þegar menn skipta því niður á sólarhringinn. Blaðamenn Sportbladet reiknaði út hvað Ronaldo er að fá í laun, á sekúndu, á mínútu, á klukkutímann, á sólarhring og svo framvegis. Samkvæmt þeim útreikningi þá myndi Ronaldo fá 70 sænskar krónur á sekúnduna eða tæplega þúsund krónur. Hann fengi 4200 sænskar krónur á mínútuna eða tæplega 58 þúsund krónur íslenskar. Ronaldo fengi 250 þúsund sænskar krónur á klukkutímann eða 3,4 milljónir íslenskra króna á tímann allan sólarhringinn. Ronaldo fengi sex milljónir sænskra króna á hvern dag eða 82,5 milljónir króna. Hér fyrir neðan má sjá þessa sundurliðun. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Samkvæmt fréttum að utan þá hefur Al Nassr boðið Ronaldo samning til ársins 2025 sem gefur fyrrum leikmanni Manchester United og Real Madrid tvö hundruð milljónir evra í laun á hvert tímabil. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hinn 37 ára gamli portúgalski framherji gekk frá starfslokum hjá Manchester United áður en hann heimsmeistaramótið í Katar hófst eftir svakalegt viðtal þar sem hann drullaði yfir allt og alla á Old Trafford. Hann átti ekki afturkvæmt til United og áhuginn í Evrópu er greinilega mjög takmarkaður. Það var alltaf stefnan hjá Ronaldo að reyna komast að hjá evrópsku Meistaradeildarfélagi til að reyna að bæta eitthvað við met sín hjá slíku félagi en áhuginn virðist vera lítill sem enginn. Tilboðið frá Sádí-Arabíu er því afar freistandi og það sést vel hversu klikkað það er þegar menn skipta því niður á sólarhringinn. Blaðamenn Sportbladet reiknaði út hvað Ronaldo er að fá í laun, á sekúndu, á mínútu, á klukkutímann, á sólarhring og svo framvegis. Samkvæmt þeim útreikningi þá myndi Ronaldo fá 70 sænskar krónur á sekúnduna eða tæplega þúsund krónur. Hann fengi 4200 sænskar krónur á mínútuna eða tæplega 58 þúsund krónur íslenskar. Ronaldo fengi 250 þúsund sænskar krónur á klukkutímann eða 3,4 milljónir íslenskra króna á tímann allan sólarhringinn. Ronaldo fengi sex milljónir sænskra króna á hvern dag eða 82,5 milljónir króna. Hér fyrir neðan má sjá þessa sundurliðun. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira