Dómarar fúlir út í Fótbolta.net og mótið blásið af Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2022 08:01 Egill Arnar Sigurþórsson við störf í leik hjá FH sem er eitt þeirra liða sem spilað hafa á Fótbolta.net-mótinu. Hann er formaður Félags deildardómara. VÍSIR/VILHELM Félag deildardómara (FDD) í fótbolta hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á hinu árlega Fótbolta.net-móti, vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins. Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu