Dómarar fúlir út í Fótbolta.net og mótið blásið af Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2022 08:01 Egill Arnar Sigurþórsson við störf í leik hjá FH sem er eitt þeirra liða sem spilað hafa á Fótbolta.net-mótinu. Hann er formaður Félags deildardómara. VÍSIR/VILHELM Félag deildardómara (FDD) í fótbolta hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á hinu árlega Fótbolta.net-móti, vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins. Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira