„Það er margt sem ég elska við Hitler“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 07:23 Það er vitað að Ye á við geðræn vandamál að stríða, sérfræðingar segja það hins vegar ekki afsaka orð hans og gjörðir. Vísir/epa Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. Ye birti merkið nokkrum klukkustundum eftir að hafa mært Adolf Hitler og nasista í viðtali. Tístinu var fljótlega eytt og þá birti Ye ófagra mynd af Elon Musk, eiganda og stjórnanda Twitter, og sagði: „Minnumst þessa ávallt sem síðasta tístsins míns“. „Þetta er allt í lagi,“ svaraði Musk. „Þetta er það ekki,“ skrifaði hann á tístið með merkinu. Ye brást þá við með því að deila efni á Truth Social, samfélagsmiðli Donald Trump, meðal annars skilaboðum frá Musk þar sem Musk reynir að tala um fyrir Ye varðandi lógóið. „Sorrý en þú gengur of langt. Þetta er ekki ást,“ skrifaði Musk. „Hver gerði þig að dómara,“ svaraði Ye og deildi svo skjáskoti af skilaboðum um að hann hefði verið bannaður í tólf tíma fyrir að deila myndinni. „Ég gerði mitt besta,“ tísti þá Musk og sagði að aðgangur Ye yrði gerður óvirkur. Merkið umdeilda sem Ye birti á Twitter. Fyrr í gær birtist Ye, með andlitsgrímu, í þættinum InfoWars ásamt öfgahægrimanninum Nick Fuentes. Þar sagðist hann sjá góðar hliðar á Hitler. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ sagði hann. „Nasistarnir voru þrjótar,“ sagði þá þáttastjórnandinn Alex Jones. „En þeir gerðu líka góða hluti. Við verðum að hætta að dissa nasistana endalaust,“ svaraði tónlistarmaðurinn. Hann bætti svo um betur og sagði: „Ég elska gyðinga. En ég elska líka nasista.“ „Hitler var ekki góður gæi,“ sagði Jones síðar í viðtalinu. „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ svaraði Ye. Þess má geta að merkið sem Ye deildi hefur verið notað af fylgjendum trúarbragða sem trúa því að jörðin hafi verið sköpuð af geimverum. Þeir tóku merkið upp til að „endurheimta hakakrossinn frá nasistunum“ og segja hann standa fyrir „eilífð í tíma“, á meðan Davíðsstjarnan standi fyrir „eilífð í rúmi“. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Ye birti merkið nokkrum klukkustundum eftir að hafa mært Adolf Hitler og nasista í viðtali. Tístinu var fljótlega eytt og þá birti Ye ófagra mynd af Elon Musk, eiganda og stjórnanda Twitter, og sagði: „Minnumst þessa ávallt sem síðasta tístsins míns“. „Þetta er allt í lagi,“ svaraði Musk. „Þetta er það ekki,“ skrifaði hann á tístið með merkinu. Ye brást þá við með því að deila efni á Truth Social, samfélagsmiðli Donald Trump, meðal annars skilaboðum frá Musk þar sem Musk reynir að tala um fyrir Ye varðandi lógóið. „Sorrý en þú gengur of langt. Þetta er ekki ást,“ skrifaði Musk. „Hver gerði þig að dómara,“ svaraði Ye og deildi svo skjáskoti af skilaboðum um að hann hefði verið bannaður í tólf tíma fyrir að deila myndinni. „Ég gerði mitt besta,“ tísti þá Musk og sagði að aðgangur Ye yrði gerður óvirkur. Merkið umdeilda sem Ye birti á Twitter. Fyrr í gær birtist Ye, með andlitsgrímu, í þættinum InfoWars ásamt öfgahægrimanninum Nick Fuentes. Þar sagðist hann sjá góðar hliðar á Hitler. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ sagði hann. „Nasistarnir voru þrjótar,“ sagði þá þáttastjórnandinn Alex Jones. „En þeir gerðu líka góða hluti. Við verðum að hætta að dissa nasistana endalaust,“ svaraði tónlistarmaðurinn. Hann bætti svo um betur og sagði: „Ég elska gyðinga. En ég elska líka nasista.“ „Hitler var ekki góður gæi,“ sagði Jones síðar í viðtalinu. „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ svaraði Ye. Þess má geta að merkið sem Ye deildi hefur verið notað af fylgjendum trúarbragða sem trúa því að jörðin hafi verið sköpuð af geimverum. Þeir tóku merkið upp til að „endurheimta hakakrossinn frá nasistunum“ og segja hann standa fyrir „eilífð í tíma“, á meðan Davíðsstjarnan standi fyrir „eilífð í rúmi“.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira