Bein útsending: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 21:00 Tölvuteiknuð mynd af B-21 Raider huldusprengjuvélinni. AP/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna ætlar að opinbera nýja kynslóð huldusprengjuvéla í næstu viku en þær eru meðal annars hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Sprengjuvélarnar kallast B-21 Raider og eiga að leysa hinar víðþekktu vélar B-2 Spirit af hólmi. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira