„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2022 09:01 Valsarinn Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. Hún mætir uppeldisliði sínu, systur sinni og föður síðar í dag. Selfoss „Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru. Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira