Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2022 14:04 Mikill kraftur er í skógrækt í landinu enda mikið af trjám plantað á hverju ári og ekkert lát á. Myndin er frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur. Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur.
Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira