Segir tónlist Ásgeirs Trausta hafa hjálpað sér í veikindum sonar síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2022 13:36 „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu,“ segir Rob Delaney. Getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Rob Delaney opnaði sig nýlega í hlaðvarpsviðtali og ræddi meðal annars um það hvernig lög íslenska tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta veittu honum styrk á erfiðum tímum. Flestir kannast við Rob úr Deadpool 2 myndinni og þáttaröðinni Catastrophe en hann fer einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northen Comfort. Rob gekk í gegnum mikinn harmleik fyrir nokkrum árum þegar kornungur sonur hans lést úr heilaæxli aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Hann gaf nýlega út bókina A Heart That Works þar sem hann rekur sögu sonar síns og sorgarferlið sem hann og fjölskyldan hafa gengið í gegnum. Rob mætti á dögunum í viðtal hjá Up First sem er vinsæll hlaðvarpsþáttur vestanhafs. Þar ræddi hann bókina og kom meðal annars inn á upplifun sína af því að horfa upp á son sinn í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Á meðan Henry litli dvaldi á sjúkrahúsinu gerði Rob sitt besta til að hafa ofan af fyrir syni sínum og fá hann til að gleyma veikindum sínum. Feðgarnir léku sér og lásu saman sögur og þess á milli lögðu þeir sig saman. „Hann lagði sig, og svo lagði ég mig og síðan hlustum við saman á fallega tónlist á íslensku,“ segir Rob í viðtalinu og á þar við tónlist Ásgeirs Trausta. Eitt af lögunum sem þeir feðgar hlustuðu á var Heimförin. Rob heldur áfram og segir að rúmlega tveimur árum seinna hafi hann unnið með íslenskum leikstjóra og sagt henni frá aðdáun sinni á íslenskum söngvara að nafni Ásgeir. „Og þá sagði hún mér áhugaverða staðreynd um hann, að pabbi hans væri ljóðskáld, og að pabbi hans hefði skrifað textana og hann hefði síðan samið tónlistana. Og ég var alveg bara: ha?“ Rob segir það hafa snert sig þegar hann komst að því að þessi íslenska tónlist var samin af feðgum, tónlistin sem hann hafði hlustað á með syni sínum á þessum dýrmætu og heilögu stundum. Eða eins og hann orðar það: „Á meðan við lágum saman og létum okkur dreyma á meðan hann var eins árs gamall og fastur í lyfjagjöf.“ Rob bætir því við að þessi uppgvötun hafi yljað honum um hjartarætur. „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu.“ Tónlist Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Flestir kannast við Rob úr Deadpool 2 myndinni og þáttaröðinni Catastrophe en hann fer einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northen Comfort. Rob gekk í gegnum mikinn harmleik fyrir nokkrum árum þegar kornungur sonur hans lést úr heilaæxli aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Hann gaf nýlega út bókina A Heart That Works þar sem hann rekur sögu sonar síns og sorgarferlið sem hann og fjölskyldan hafa gengið í gegnum. Rob mætti á dögunum í viðtal hjá Up First sem er vinsæll hlaðvarpsþáttur vestanhafs. Þar ræddi hann bókina og kom meðal annars inn á upplifun sína af því að horfa upp á son sinn í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Á meðan Henry litli dvaldi á sjúkrahúsinu gerði Rob sitt besta til að hafa ofan af fyrir syni sínum og fá hann til að gleyma veikindum sínum. Feðgarnir léku sér og lásu saman sögur og þess á milli lögðu þeir sig saman. „Hann lagði sig, og svo lagði ég mig og síðan hlustum við saman á fallega tónlist á íslensku,“ segir Rob í viðtalinu og á þar við tónlist Ásgeirs Trausta. Eitt af lögunum sem þeir feðgar hlustuðu á var Heimförin. Rob heldur áfram og segir að rúmlega tveimur árum seinna hafi hann unnið með íslenskum leikstjóra og sagt henni frá aðdáun sinni á íslenskum söngvara að nafni Ásgeir. „Og þá sagði hún mér áhugaverða staðreynd um hann, að pabbi hans væri ljóðskáld, og að pabbi hans hefði skrifað textana og hann hefði síðan samið tónlistana. Og ég var alveg bara: ha?“ Rob segir það hafa snert sig þegar hann komst að því að þessi íslenska tónlist var samin af feðgum, tónlistin sem hann hafði hlustað á með syni sínum á þessum dýrmætu og heilögu stundum. Eða eins og hann orðar það: „Á meðan við lágum saman og létum okkur dreyma á meðan hann var eins árs gamall og fastur í lyfjagjöf.“ Rob bætir því við að þessi uppgvötun hafi yljað honum um hjartarætur. „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu.“
Tónlist Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira