Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. desember 2022 18:16 Vilhjálmur segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. Gera má ráð fyrir að tilefni pistils Vilhjálms sé gagnrýni Sólveigar Önnu á nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Veit hins vegar að upplýsingum var lekið til fjölmiðla“ „Ég vil líka að það komi fram að það var Efling sem ákvað að vera eitt og sér og skila ekki samningsumboðinu til Starfsgreinasambandsins en ég tel að það hefði verið mun skynsamlegra að þau hefðu verið með okkur til að hafa áhrif og koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Vilhjálmur í pistlinum. Hann segist hafa haldið formanni Eflingar upplýstri allan tímann um það sem var að gerast enda hafi hann talið það skyldu sína að halda stærsta aðildarfélagi innan SGS upplýstu. „Ég veit hins vegar að upplýsingum var lekið til fjölmiðla meðan viðræður okkar voru á viðkvæmu stigi og markmiðið getur ekki hafa verið annað en að skemma þá vinnu sem við vorum að vinna að og afvegaleiða það sem verið var að semja um. Ég veit líka að haft var samband við allavega tvo formenn innan SGS og þeir beðnir um að skrifa ekki undir nýjan samning. Hvað var tilgangurinn annar en bara að eyðileggja það sem við vorum að gera. Það lág fyrir að öll aðildarfélög sem höfðu skilað umboði til félagsins voru yfirsig ánægð með innihaldið og kom fram á formannafundi að þau hafðu ekki séð svona launahækkanir til handa verkafólki. Ég sem formaður samninganefndar SGS fékk fullt umboð frá öllum um að ganga frá þessum samningi og því kom það á óvart að sjá að annað af þessum aðildarfélögum sem haft var samband við dró umboð sitt til baka.“ Sorgmæddur og dapur Í pistli Vilhjálms fer hann ítarlega yfir kjarasamninginn og forsendur hans. Hann segir starfsfólk Starfsgreinasambandsins gríðarlega stolt af þeim árangri sem við náðum en að þau hafi lagt gríðarlega hart að sér. „[Við] fórum vart úr húsi ríkissáttasemjara, enda gekk okkar vinna út á að ná góðum kjarasamningi fyrir verkafólk á íslenskum vinnumarkaði. Vinnan gekk út á að ná samningi sem myndi berast hratt til okkar félagsmanna til koma til móts við þær miklu kostnaðarhækkanir sem dunið hafa á launafólki undanfarið. Það tókst án átaka og það tókst að láta allar kauphækkanir taka gildi frá þeim tíma sem eldri samningur rann út,“ segir Vilhjálmur. Hann segist þó fúslega viðurkenna að hann sé sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi vera góða vini mína stinga sig í bakið. „Með því að segja að ég hafi nánast framið „glæp“ með þessum samningi. Samningi sem gildir í rétt rúmt ár með launahækkunum til þeirra sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði, hækkunum sem ekki eiga sér hliðstæðu hvað verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði varðar.“ Segir gagnrýnina sorglega Hann segir formann Eflingar sem gagnrýnt hefur kjarasamninginn harðlega, áður hafa sagt lífskjarasamninginn frá 2019 mjög góðan og um það séu þau sammála. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður SGS, handsöluðu nýjan kjarasamning í gær.Samtök atvinnulífsins „Í ljósi þeirra ummæla formanns Eflingar skil ég ekki þessa gagnrýni á nýjan samning SGS sem inniheldur á þessum stutta samningstíma mun meiri launahækkanir en fengust í lífskjarasamningnum. Eins og áður sagði þá var það ákvörðun Eflingar að vera ekki í samfloti með SGS og að sjálfsögðu virði ég þá ákvörðun, enda samningsréttur stéttarfélaganna heilagur réttur og þau ráða sínum málum sjálf. Því er það svo sorglegt hjá aðilum sem kusu að vera ekki í samfloti að gagnrýna þá niðurstöðu sem SGS komst að, en okkar mati er þetta gríðarlega góður samningur sem er framlenging á lífskjarasamningum,“segir Vilhjálmur. Lýðheilsumál að tryggja lágtekjufólki framfærslu Vilhjálmur segir alla sem hann þekkja að hann hefði aldrei skrifað undir kjarasamning sem hann teldi ekki góðan fyrir verkafólk á almennum vinnumarkaði. „Ég þekki það af eigin raun eftir hafa starfað sem verkamaður í tugi ára hvernig það er að taka laun eftir lágum kauptöxtum og eiga ekki fyrir nauðþurftum í lok mánaðar. Ég hef upplifað þetta eftir að hafa átt fjögur börn, vera eina fyrirvinnan á mínu heimili og starfa sem verkamaður. Það er hægt að saka mig um allt annað en að taka ekki þessa ábyrgð gríðarlega alvarlega, enda finn ég innilega til með fólki sem ekki nær endum saman frá mánuði til mánaðar. Ég hef áður sagt að það er lýðheilsumál að tryggja lágtekjufólki framfærslu sem dugar frá mánuði til mánaðar og það geti haldið mannlegri reisn.“ Pistill Vilhjálms í heild sinni er hér að neðan: Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Tengdar fréttir „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Gera má ráð fyrir að tilefni pistils Vilhjálms sé gagnrýni Sólveigar Önnu á nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Veit hins vegar að upplýsingum var lekið til fjölmiðla“ „Ég vil líka að það komi fram að það var Efling sem ákvað að vera eitt og sér og skila ekki samningsumboðinu til Starfsgreinasambandsins en ég tel að það hefði verið mun skynsamlegra að þau hefðu verið með okkur til að hafa áhrif og koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Vilhjálmur í pistlinum. Hann segist hafa haldið formanni Eflingar upplýstri allan tímann um það sem var að gerast enda hafi hann talið það skyldu sína að halda stærsta aðildarfélagi innan SGS upplýstu. „Ég veit hins vegar að upplýsingum var lekið til fjölmiðla meðan viðræður okkar voru á viðkvæmu stigi og markmiðið getur ekki hafa verið annað en að skemma þá vinnu sem við vorum að vinna að og afvegaleiða það sem verið var að semja um. Ég veit líka að haft var samband við allavega tvo formenn innan SGS og þeir beðnir um að skrifa ekki undir nýjan samning. Hvað var tilgangurinn annar en bara að eyðileggja það sem við vorum að gera. Það lág fyrir að öll aðildarfélög sem höfðu skilað umboði til félagsins voru yfirsig ánægð með innihaldið og kom fram á formannafundi að þau hafðu ekki séð svona launahækkanir til handa verkafólki. Ég sem formaður samninganefndar SGS fékk fullt umboð frá öllum um að ganga frá þessum samningi og því kom það á óvart að sjá að annað af þessum aðildarfélögum sem haft var samband við dró umboð sitt til baka.“ Sorgmæddur og dapur Í pistli Vilhjálms fer hann ítarlega yfir kjarasamninginn og forsendur hans. Hann segir starfsfólk Starfsgreinasambandsins gríðarlega stolt af þeim árangri sem við náðum en að þau hafi lagt gríðarlega hart að sér. „[Við] fórum vart úr húsi ríkissáttasemjara, enda gekk okkar vinna út á að ná góðum kjarasamningi fyrir verkafólk á íslenskum vinnumarkaði. Vinnan gekk út á að ná samningi sem myndi berast hratt til okkar félagsmanna til koma til móts við þær miklu kostnaðarhækkanir sem dunið hafa á launafólki undanfarið. Það tókst án átaka og það tókst að láta allar kauphækkanir taka gildi frá þeim tíma sem eldri samningur rann út,“ segir Vilhjálmur. Hann segist þó fúslega viðurkenna að hann sé sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi vera góða vini mína stinga sig í bakið. „Með því að segja að ég hafi nánast framið „glæp“ með þessum samningi. Samningi sem gildir í rétt rúmt ár með launahækkunum til þeirra sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði, hækkunum sem ekki eiga sér hliðstæðu hvað verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði varðar.“ Segir gagnrýnina sorglega Hann segir formann Eflingar sem gagnrýnt hefur kjarasamninginn harðlega, áður hafa sagt lífskjarasamninginn frá 2019 mjög góðan og um það séu þau sammála. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður SGS, handsöluðu nýjan kjarasamning í gær.Samtök atvinnulífsins „Í ljósi þeirra ummæla formanns Eflingar skil ég ekki þessa gagnrýni á nýjan samning SGS sem inniheldur á þessum stutta samningstíma mun meiri launahækkanir en fengust í lífskjarasamningnum. Eins og áður sagði þá var það ákvörðun Eflingar að vera ekki í samfloti með SGS og að sjálfsögðu virði ég þá ákvörðun, enda samningsréttur stéttarfélaganna heilagur réttur og þau ráða sínum málum sjálf. Því er það svo sorglegt hjá aðilum sem kusu að vera ekki í samfloti að gagnrýna þá niðurstöðu sem SGS komst að, en okkar mati er þetta gríðarlega góður samningur sem er framlenging á lífskjarasamningum,“segir Vilhjálmur. Lýðheilsumál að tryggja lágtekjufólki framfærslu Vilhjálmur segir alla sem hann þekkja að hann hefði aldrei skrifað undir kjarasamning sem hann teldi ekki góðan fyrir verkafólk á almennum vinnumarkaði. „Ég þekki það af eigin raun eftir hafa starfað sem verkamaður í tugi ára hvernig það er að taka laun eftir lágum kauptöxtum og eiga ekki fyrir nauðþurftum í lok mánaðar. Ég hef upplifað þetta eftir að hafa átt fjögur börn, vera eina fyrirvinnan á mínu heimili og starfa sem verkamaður. Það er hægt að saka mig um allt annað en að taka ekki þessa ábyrgð gríðarlega alvarlega, enda finn ég innilega til með fólki sem ekki nær endum saman frá mánuði til mánaðar. Ég hef áður sagt að það er lýðheilsumál að tryggja lágtekjufólki framfærslu sem dugar frá mánuði til mánaðar og það geti haldið mannlegri reisn.“ Pistill Vilhjálms í heild sinni er hér að neðan:
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Tengdar fréttir „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55