FIFA hafi ekki ákveðið fyrirkomulagið fyrir HM 2026 Valur Páll Eiríksson skrifar 5. desember 2022 08:01 Arsene Wenger segir FIFA vera með þrjá kosti til skoðunar. vísir/getty Arséne Wenger, yfirmaður alþjóðlegrar fótboltaþróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, segir sambandið ekki hafa geirneglt fyrirkomulag þriggja liða riðla á komandi heimsmeistaramóti árið 2026. Liðum verður fjölgað á mótinu. 32 lið hafa spilað á HM undanfarin ár en þeim verður fjölgað í 48 fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Lagt hefur verið upp með að liðin 48 spili í 16 þriggja liða riðlum. Tvö lið myndu komast áfram úr hverjum riðli og mynda 32-liða úrslit. Með oddatölufjölda í riðlunum er hins vegar ljóst að fyrirkomulagið gæti reynst vandasamt. Liðin tvö sem spila síðasta leik í riðlakeppninni gætu hæglega kallað fram úrslit sem myndu hleypa þeim áfram á kostnað þriðja liðsins sem verður búið með sína tvo leiki. FIFA þurfti að bregðast við eftir frægan leik á HM 1982 þegar Vestur-Þýskaland vann Austurríki 1-0 í afar tíðindalitlum leik, úrslit sem hleyptu báðum liðum áfram á kostnað Alsír. Alsír hafði þá spilað sinn síðasta leik en lokaleikir í riðlakeppni á HM hafa síðan verið leiknir á sama tíma svo lið geti ekki skipulagt úrslit með þessum hætti. Arsene Wenger segir enga ákvörðun hafa verið tekna um fyrirkomulag mótsins en þrjú séu til skoðunar. „Þetta er ekki ákveðið,“ segir Wenger. „Það verða 16 riðlar þriggja, tólf riðlar með fjórum liðum, eða tvískipt mót með sex fjögurra liða riðla - þar sem mótinu er skipt í tvennt með 24 lið hvoru megin,“ „Ég mun ekki geta ákveðið þetta. FIFA mun taka ákvörðun og gerir það líkast til á næsta ári,“ segir Wenger. HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
32 lið hafa spilað á HM undanfarin ár en þeim verður fjölgað í 48 fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Lagt hefur verið upp með að liðin 48 spili í 16 þriggja liða riðlum. Tvö lið myndu komast áfram úr hverjum riðli og mynda 32-liða úrslit. Með oddatölufjölda í riðlunum er hins vegar ljóst að fyrirkomulagið gæti reynst vandasamt. Liðin tvö sem spila síðasta leik í riðlakeppninni gætu hæglega kallað fram úrslit sem myndu hleypa þeim áfram á kostnað þriðja liðsins sem verður búið með sína tvo leiki. FIFA þurfti að bregðast við eftir frægan leik á HM 1982 þegar Vestur-Þýskaland vann Austurríki 1-0 í afar tíðindalitlum leik, úrslit sem hleyptu báðum liðum áfram á kostnað Alsír. Alsír hafði þá spilað sinn síðasta leik en lokaleikir í riðlakeppni á HM hafa síðan verið leiknir á sama tíma svo lið geti ekki skipulagt úrslit með þessum hætti. Arsene Wenger segir enga ákvörðun hafa verið tekna um fyrirkomulag mótsins en þrjú séu til skoðunar. „Þetta er ekki ákveðið,“ segir Wenger. „Það verða 16 riðlar þriggja, tólf riðlar með fjórum liðum, eða tvískipt mót með sex fjögurra liða riðla - þar sem mótinu er skipt í tvennt með 24 lið hvoru megin,“ „Ég mun ekki geta ákveðið þetta. FIFA mun taka ákvörðun og gerir það líkast til á næsta ári,“ segir Wenger.
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira