Hafa borið kennsl á fleiri en 100 „lögreglustöðvar“ Kína erlendis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 07:37 Fyrsta „lögreglustöðin“ var sett á laggirnar í Mílanó. Getty Spænsku mannréttindasamtökin Safeguard Defenders segja stjórnvöld í Kína starfrækja fleiri en hundrað óopinberar „lögreglustöðvar“ út um allan heim. Flestar séu í Ítalíu, um ellefu talsins, en tilgangur þeirra er að hafa stjórn á Kínverjum erlendis og knýja stjórnarandstæðinga til að snúa aftur heim. Samtökin sögðust í september síðastliðnum hafa talið um 54 lögreglustöðvar, sem varð til þess að rannsóknir voru opnaðar í að minnsta kosti 12 ríkjum, þeirra á meðal Kanada, Þýskalandi og Hollandi. Í nýrri skýrslu sem birt var í morgun segir að búið sé að finna 48 stöðvar í viðbót, þar af ellefu á Ítalíu. Aðrar hafa fundist í Króatíu, Serbíu og Rúmeníu, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að um sé að ræða „þjónustustöðvar“, þar sem kínverskir ríkisborgarar geti til að mynda leitað ef þeir þurfa að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini. Safeguard Defenders, sem byggja rannsóknir sínar á gögnum sem liggja fyrir frá hinu opinbera í Kína, segja stöðvarnar ekki beinlínis reknar af stjórnvöldum í Pekíng en þar sé greinilega gengið erinda þeirra. Stöðvarnar séu notaðar til að áreita óvinveitta Kínverja og í sumum tilvikum, til að þvinga þá til að snúa aftur heim. Samtökin nefna sem dæmi mann sem var neyddur til að snúa aftur til Kína eftir að hafa verið búsettur á Ítalíu í þrettán ár en ekkert hefur spurst til hans síðan. Meðal annarra sem hafa verið þvingaðir heim eru skotmörk aðgerðarinnar „Fox Hunt“, sem er sögð beinast gegn spilltum stjórnamálamönnum sem hafa flúið Kína. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Kína Ítalía Mannréttindi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Flestar séu í Ítalíu, um ellefu talsins, en tilgangur þeirra er að hafa stjórn á Kínverjum erlendis og knýja stjórnarandstæðinga til að snúa aftur heim. Samtökin sögðust í september síðastliðnum hafa talið um 54 lögreglustöðvar, sem varð til þess að rannsóknir voru opnaðar í að minnsta kosti 12 ríkjum, þeirra á meðal Kanada, Þýskalandi og Hollandi. Í nýrri skýrslu sem birt var í morgun segir að búið sé að finna 48 stöðvar í viðbót, þar af ellefu á Ítalíu. Aðrar hafa fundist í Króatíu, Serbíu og Rúmeníu, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að um sé að ræða „þjónustustöðvar“, þar sem kínverskir ríkisborgarar geti til að mynda leitað ef þeir þurfa að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini. Safeguard Defenders, sem byggja rannsóknir sínar á gögnum sem liggja fyrir frá hinu opinbera í Kína, segja stöðvarnar ekki beinlínis reknar af stjórnvöldum í Pekíng en þar sé greinilega gengið erinda þeirra. Stöðvarnar séu notaðar til að áreita óvinveitta Kínverja og í sumum tilvikum, til að þvinga þá til að snúa aftur heim. Samtökin nefna sem dæmi mann sem var neyddur til að snúa aftur til Kína eftir að hafa verið búsettur á Ítalíu í þrettán ár en ekkert hefur spurst til hans síðan. Meðal annarra sem hafa verið þvingaðir heim eru skotmörk aðgerðarinnar „Fox Hunt“, sem er sögð beinast gegn spilltum stjórnamálamönnum sem hafa flúið Kína. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Kína Ítalía Mannréttindi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira