„Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2022 09:01 Martin Hermannsson með liðsfélaga sínum Xabi López Arostegui í myndatöku fyrir tímabilið. Getty/ JM Casares Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson hefur nýtt síðustu mánuði til þess að styrkja sig á öllum vígstöðvum þrátt fyrir að hafa slitið krossband fyrr á þessu ári. Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum