Bandaríski herinn skiptir út frægum þyrlum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 12:18 Bandaríski herinn vildi farartæki sem gæti flutt minnst tólf hermenn fjögur hundruð kílómetra. V-280 á að geta það. Bell Forsvarsmenn bandaríska hersins gerðu í gær samkomulag við eigendur fyrirtækisins Bell um að skipta út öllum UH-60 Black Hawk þyrlum hersins. Bell mun samkvæmt samningnum framleiða frumgerð af farartækinu V-280, sem er nokkurs konar blendingur þyrlu og flugvélar, fyrir árið 2028. Reynist frumgerðin góð gæti 232 milljóna dala samningur orðið 7,1 milljarða dala samningu um framleiðslu fleiri V-280. Að endingu gæti herinn varið um sjötíu milljörðum dala, eða um tíu billjónum króna, í endurbæturnar, samkvæmt frétt miðilsins Defense One. Herinn hefur notast við UH-60 þyrlur frá Sikorsky frá áttunda áratug síðustu aldar en undanfarin ár hefur staðið yfir samkeppni milli fyrirtækja um það hvaða farartæki eigi að leysa þyrlurnar frægu af. Forsvarsmenn hersins vildu farartæki sem gæti flutt um tólf hermenn allt að fjögur hundruð sjómílur, eða um 740 kílómetra. Herinn hefur notast við hinar frægu UH-60 Black Hawk þyrlur frá áttunda áratug síðustu aldar.EPA/ROBERT GHEMENT V-280 getur tekið á loft eins og þyrla en þegar á loft er komið er hægt að snúa hreyflum farartækisins svo þeir snúa fram á við og fljúga því eins og flugvél. Þetta gerir flugmönnum kleift að fljúga V-280 mun lengra en hefðbundnum þyrlum. Hér að neðan má sjá myndband frá Bell þar sem farið er yfir getu og burði V-280. Sikorsky og Boeing unnu saman að þróun annarrar frumgerðar fyrir herinn. Sú þyrla kallast Defiant X. Flugher Bandaríkjanna opinberaði nýverið nýja gerð huldusprengjuvéla. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu en þær geta borið kjarnorkuvopn og eru hannaðar til að sjást ekki á ratsjám. Sjá einnig: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Nýju sprengjuvélarnar eru liður í nútímavæðingu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna en nútímavæðing á sér einnig stað í öðrum hlutum herafla Bandaríkjanna, eins og hernum. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Reynist frumgerðin góð gæti 232 milljóna dala samningur orðið 7,1 milljarða dala samningu um framleiðslu fleiri V-280. Að endingu gæti herinn varið um sjötíu milljörðum dala, eða um tíu billjónum króna, í endurbæturnar, samkvæmt frétt miðilsins Defense One. Herinn hefur notast við UH-60 þyrlur frá Sikorsky frá áttunda áratug síðustu aldar en undanfarin ár hefur staðið yfir samkeppni milli fyrirtækja um það hvaða farartæki eigi að leysa þyrlurnar frægu af. Forsvarsmenn hersins vildu farartæki sem gæti flutt um tólf hermenn allt að fjögur hundruð sjómílur, eða um 740 kílómetra. Herinn hefur notast við hinar frægu UH-60 Black Hawk þyrlur frá áttunda áratug síðustu aldar.EPA/ROBERT GHEMENT V-280 getur tekið á loft eins og þyrla en þegar á loft er komið er hægt að snúa hreyflum farartækisins svo þeir snúa fram á við og fljúga því eins og flugvél. Þetta gerir flugmönnum kleift að fljúga V-280 mun lengra en hefðbundnum þyrlum. Hér að neðan má sjá myndband frá Bell þar sem farið er yfir getu og burði V-280. Sikorsky og Boeing unnu saman að þróun annarrar frumgerðar fyrir herinn. Sú þyrla kallast Defiant X. Flugher Bandaríkjanna opinberaði nýverið nýja gerð huldusprengjuvéla. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu en þær geta borið kjarnorkuvopn og eru hannaðar til að sjást ekki á ratsjám. Sjá einnig: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Nýju sprengjuvélarnar eru liður í nútímavæðingu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna en nútímavæðing á sér einnig stað í öðrum hlutum herafla Bandaríkjanna, eins og hernum. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent