Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2022 10:41 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, furðar sig á skoðun kollega síns á Vestfjörðum. Vísir/Egill Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21