Gerði Liverpool mistök með því að kaupa rangan Benfica mann? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 16:01 Darwin Nunez og Goncalo Ramos fagna saman marki Benfica í Meistaradeildinni á móti Liverpool á síðasta tímabili. Getty/Pedro Fiúza Margir stuðningsmenn Liverpool óttast það að félagið hafi gert stór mistök á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool keypti þá Darwin Nunez frá Benfica og gæti á endanum þurft að borga 85 milljónir punda fyrir hann. Liðsfélagi hans hjá Benfica er Goncalo Ramos sem sló í gegn með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í gær. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi velt því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp hafi valið rangan Benfica framherja. Fans claim Liverpool have made a huge transfer error after Portugal thrash Switzerland at the World Cup pic.twitter.com/pHWQeVR4kg— SPORTbible (@sportbible) December 7, 2022 Ramos fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í gærkvöldi á kostnað Cristiano Ronaldo og launaði landsliðsþjálfaranum traustið með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark að auki. Með þessu afreki varð hinn 21 árs gamli Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM síðan að Florian Albert skoraði þrennu fyrir Ungverja á HM í Síle 1962. Darwin Nunez tókst ekki að skora fyrir Úrúgvæ á öllu heimsmeistaramótinu en Ramos var með þrjú mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum. Nunez hefur ekki farið vel með færin í búningi Liverpool og þrátt fyrir augljóslega líkamlega hæfileika eins og hraða, styrk og tækni þá er hann oft frekar milli flækjufótur fyrir framan markið. Nunez hefur reyndar skorað níu mörk í átján leikjum með Liverpool og hann er líka bara 23 ára gamall. Oft tekur það tíma fyrir menn að læra að spila undir Klopp og þar liggur von stuðningsmanna Liverpool að hann blómstri með liðinu eftir áramót. Ramos hefur aftur á móti verið frábær með Benfica á tímabilinu og er sem dæmi með fimm mörk í Meistaradeildinni. Það má búast við því að frammistaða hans í gær hafi ýtt undir áhuga stórliða Evrópu á kappanum. Benfica hefur grætt mikið á leikmannasölum síðustu ár og ætti að fá vel inn á bankareikning félagsins selji félagið Ramos. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Liverpool keypti þá Darwin Nunez frá Benfica og gæti á endanum þurft að borga 85 milljónir punda fyrir hann. Liðsfélagi hans hjá Benfica er Goncalo Ramos sem sló í gegn með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í gær. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi velt því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp hafi valið rangan Benfica framherja. Fans claim Liverpool have made a huge transfer error after Portugal thrash Switzerland at the World Cup pic.twitter.com/pHWQeVR4kg— SPORTbible (@sportbible) December 7, 2022 Ramos fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í gærkvöldi á kostnað Cristiano Ronaldo og launaði landsliðsþjálfaranum traustið með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark að auki. Með þessu afreki varð hinn 21 árs gamli Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM síðan að Florian Albert skoraði þrennu fyrir Ungverja á HM í Síle 1962. Darwin Nunez tókst ekki að skora fyrir Úrúgvæ á öllu heimsmeistaramótinu en Ramos var með þrjú mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum. Nunez hefur ekki farið vel með færin í búningi Liverpool og þrátt fyrir augljóslega líkamlega hæfileika eins og hraða, styrk og tækni þá er hann oft frekar milli flækjufótur fyrir framan markið. Nunez hefur reyndar skorað níu mörk í átján leikjum með Liverpool og hann er líka bara 23 ára gamall. Oft tekur það tíma fyrir menn að læra að spila undir Klopp og þar liggur von stuðningsmanna Liverpool að hann blómstri með liðinu eftir áramót. Ramos hefur aftur á móti verið frábær með Benfica á tímabilinu og er sem dæmi með fimm mörk í Meistaradeildinni. Það má búast við því að frammistaða hans í gær hafi ýtt undir áhuga stórliða Evrópu á kappanum. Benfica hefur grætt mikið á leikmannasölum síðustu ár og ætti að fá vel inn á bankareikning félagsins selji félagið Ramos.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira