Gerði Liverpool mistök með því að kaupa rangan Benfica mann? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 16:01 Darwin Nunez og Goncalo Ramos fagna saman marki Benfica í Meistaradeildinni á móti Liverpool á síðasta tímabili. Getty/Pedro Fiúza Margir stuðningsmenn Liverpool óttast það að félagið hafi gert stór mistök á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool keypti þá Darwin Nunez frá Benfica og gæti á endanum þurft að borga 85 milljónir punda fyrir hann. Liðsfélagi hans hjá Benfica er Goncalo Ramos sem sló í gegn með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í gær. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi velt því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp hafi valið rangan Benfica framherja. Fans claim Liverpool have made a huge transfer error after Portugal thrash Switzerland at the World Cup pic.twitter.com/pHWQeVR4kg— SPORTbible (@sportbible) December 7, 2022 Ramos fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í gærkvöldi á kostnað Cristiano Ronaldo og launaði landsliðsþjálfaranum traustið með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark að auki. Með þessu afreki varð hinn 21 árs gamli Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM síðan að Florian Albert skoraði þrennu fyrir Ungverja á HM í Síle 1962. Darwin Nunez tókst ekki að skora fyrir Úrúgvæ á öllu heimsmeistaramótinu en Ramos var með þrjú mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum. Nunez hefur ekki farið vel með færin í búningi Liverpool og þrátt fyrir augljóslega líkamlega hæfileika eins og hraða, styrk og tækni þá er hann oft frekar milli flækjufótur fyrir framan markið. Nunez hefur reyndar skorað níu mörk í átján leikjum með Liverpool og hann er líka bara 23 ára gamall. Oft tekur það tíma fyrir menn að læra að spila undir Klopp og þar liggur von stuðningsmanna Liverpool að hann blómstri með liðinu eftir áramót. Ramos hefur aftur á móti verið frábær með Benfica á tímabilinu og er sem dæmi með fimm mörk í Meistaradeildinni. Það má búast við því að frammistaða hans í gær hafi ýtt undir áhuga stórliða Evrópu á kappanum. Benfica hefur grætt mikið á leikmannasölum síðustu ár og ætti að fá vel inn á bankareikning félagsins selji félagið Ramos. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Liverpool keypti þá Darwin Nunez frá Benfica og gæti á endanum þurft að borga 85 milljónir punda fyrir hann. Liðsfélagi hans hjá Benfica er Goncalo Ramos sem sló í gegn með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í gær. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi velt því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp hafi valið rangan Benfica framherja. Fans claim Liverpool have made a huge transfer error after Portugal thrash Switzerland at the World Cup pic.twitter.com/pHWQeVR4kg— SPORTbible (@sportbible) December 7, 2022 Ramos fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í gærkvöldi á kostnað Cristiano Ronaldo og launaði landsliðsþjálfaranum traustið með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark að auki. Með þessu afreki varð hinn 21 árs gamli Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM síðan að Florian Albert skoraði þrennu fyrir Ungverja á HM í Síle 1962. Darwin Nunez tókst ekki að skora fyrir Úrúgvæ á öllu heimsmeistaramótinu en Ramos var með þrjú mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum. Nunez hefur ekki farið vel með færin í búningi Liverpool og þrátt fyrir augljóslega líkamlega hæfileika eins og hraða, styrk og tækni þá er hann oft frekar milli flækjufótur fyrir framan markið. Nunez hefur reyndar skorað níu mörk í átján leikjum með Liverpool og hann er líka bara 23 ára gamall. Oft tekur það tíma fyrir menn að læra að spila undir Klopp og þar liggur von stuðningsmanna Liverpool að hann blómstri með liðinu eftir áramót. Ramos hefur aftur á móti verið frábær með Benfica á tímabilinu og er sem dæmi með fimm mörk í Meistaradeildinni. Það má búast við því að frammistaða hans í gær hafi ýtt undir áhuga stórliða Evrópu á kappanum. Benfica hefur grætt mikið á leikmannasölum síðustu ár og ætti að fá vel inn á bankareikning félagsins selji félagið Ramos.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira