FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 07:30 Verkamenn í Katar hafa unnið við misgóðar aðstæður en skiptar skoðanir eru á fjölda andláta við uppbyggingu tengda mótinu. Francois Nel/Getty Images Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar. Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur. HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira