Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2022 09:00 Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru jafnaldrar (fæddir 1984) og héldust í hendur í gegnum allan ferilinn. vísir/vilhelm Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. Ásgeir og Arnór voru aðalmennirnir í íslenska U-18 ára landsliðinu sem varð Evrópumeistari 2004. Þeir spiluðu svo lengi saman í A-landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. Ásgeir var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þriðja þætti Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaröð um silfurliðið í Peking. Þar ræddi Ásgeir meðal annars um vináttu sína og Arnórs. „Við erum frábærir vinir. Við byrjuðum á því að keppa á móti hvor öðrum og væntanlega þola ekki hvor annan. Svo vorum við báðir teknir inn í unglingalandslið með mönnum tveimur árum eldri en við. Þá byrjuðum við á að vera herbergisfélagar og vorum það í tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Við upplifðum allt saman. Alls konar vandræði, gleði og sorg. Við eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband. Maður var heppinn að það var manneskja þarna á sama tíma og maður fær að fara í gegnum þetta ferðalag með honum. Ég hefði ekki getað verið heppnari.“ Ásgeir og Arnór hafa eytt rosalega miklum tíma saman, álíka miklum og með mökum sínum. „Fyrir utan konuna hefur enginn sofið oftar með mér en Arnór. Þetta voru sex vikur á ári í næstum því tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Þetta líf er mikið hangs, vera inni á herbergi. Við getum talað um hvað sem er, hvenær sem er.“ Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Ásgeir og Arnór voru aðalmennirnir í íslenska U-18 ára landsliðinu sem varð Evrópumeistari 2004. Þeir spiluðu svo lengi saman í A-landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. Ásgeir var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þriðja þætti Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaröð um silfurliðið í Peking. Þar ræddi Ásgeir meðal annars um vináttu sína og Arnórs. „Við erum frábærir vinir. Við byrjuðum á því að keppa á móti hvor öðrum og væntanlega þola ekki hvor annan. Svo vorum við báðir teknir inn í unglingalandslið með mönnum tveimur árum eldri en við. Þá byrjuðum við á að vera herbergisfélagar og vorum það í tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Við upplifðum allt saman. Alls konar vandræði, gleði og sorg. Við eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband. Maður var heppinn að það var manneskja þarna á sama tíma og maður fær að fara í gegnum þetta ferðalag með honum. Ég hefði ekki getað verið heppnari.“ Ásgeir og Arnór hafa eytt rosalega miklum tíma saman, álíka miklum og með mökum sínum. „Fyrir utan konuna hefur enginn sofið oftar með mér en Arnór. Þetta voru sex vikur á ári í næstum því tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Þetta líf er mikið hangs, vera inni á herbergi. Við getum talað um hvað sem er, hvenær sem er.“ Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00