Þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 17:13 Vin á Hverfisgötu 47 hefur verið athvarf fólks með geðrænan vanda um árabil. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fram kemur að unnið verði að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila. Greint var því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudagskvöld fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samþykkt hefði verið að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í dag kemur fram að fjallað sé um breytingar á Vin, Stíg, og Tröð í stórum pakka af hagræðinga- og umbótatillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudag og er það hluti af þeim tillögum sem nú fara til frekari vinnslu og útfærslu í fagráði, í þessu tilfelli velferðarráði. Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. „Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fram kemur að unnið verði að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila. Greint var því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudagskvöld fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samþykkt hefði verið að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í dag kemur fram að fjallað sé um breytingar á Vin, Stíg, og Tröð í stórum pakka af hagræðinga- og umbótatillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudag og er það hluti af þeim tillögum sem nú fara til frekari vinnslu og útfærslu í fagráði, í þessu tilfelli velferðarráði. Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. „Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08
Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent