Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2022 07:24 Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, var ánægður á kjörstað í gær og eftir talningu atkvæða. Javnaðarflokkurin Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. Fólkaflokkurinn tapaði hins vegar sex prósentustigum og missti tvö þingsæti. Flokkurinn fer úr því að hafa verið stærsti flokkur Færeyja en er nú sá þriðji stærsti á eftir Sambandsflokknum sem fékk tuttugu prósent atkvæða. Alls eiga 33 þingmenn sæti á færeyska þinginu og þarf því sautján þingmenn til að mynda meirihluta. Úrslit kosninganna þýða að ríkisstjórnin er fallin og að Jafnaðarflokkurinn er með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda nýja stjórn. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, þykir því líklegastur til að verða næsti lögmaður Færeyja en hann gegndi embættinu á árunum 2015 til 2019 þegar Jafnaðarmenn sátu í stjórn með Þjóðveldi og hinum frjálslynda flokki Framsókn. Johannesen sagði eftir eftir kosningarnar að hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Þjóðveldi, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja og hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, eða hinum borgaralega Sambandsflokki sem hefur leitt ríkisstjórn frá árinu 2019. Þjóðveldi fékk sex menn kjörna nú og Sambandsflokkurinn sjö. Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn) Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis, segist ekki í vafa um hvernig ríkisstjórn skuli mynda. Augljóst sé að flokkarnir sem hafi verið saman í stjórnarandstöðu – Jafnaðarmenn, Þjóðveldi og Framsókn – eigi að mynda ríkisstjórn. Bárður á Steig Nielsen, leiðtogi Sambandsflokksins, hefur gegnt embætti lögmanns síðustu ár, en eftir kosningarnar 2019 náðu Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn saman um myndun ríkisstjórnar. Boðað var til kosninga nú eftir að Bárður vék formanni Miðflokksins, Jenis af Rana, úr embætti utanríkisráðherra. Færeyjar Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Fólkaflokkurinn tapaði hins vegar sex prósentustigum og missti tvö þingsæti. Flokkurinn fer úr því að hafa verið stærsti flokkur Færeyja en er nú sá þriðji stærsti á eftir Sambandsflokknum sem fékk tuttugu prósent atkvæða. Alls eiga 33 þingmenn sæti á færeyska þinginu og þarf því sautján þingmenn til að mynda meirihluta. Úrslit kosninganna þýða að ríkisstjórnin er fallin og að Jafnaðarflokkurinn er með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda nýja stjórn. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, þykir því líklegastur til að verða næsti lögmaður Færeyja en hann gegndi embættinu á árunum 2015 til 2019 þegar Jafnaðarmenn sátu í stjórn með Þjóðveldi og hinum frjálslynda flokki Framsókn. Johannesen sagði eftir eftir kosningarnar að hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Þjóðveldi, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja og hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, eða hinum borgaralega Sambandsflokki sem hefur leitt ríkisstjórn frá árinu 2019. Þjóðveldi fékk sex menn kjörna nú og Sambandsflokkurinn sjö. Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn) Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis, segist ekki í vafa um hvernig ríkisstjórn skuli mynda. Augljóst sé að flokkarnir sem hafi verið saman í stjórnarandstöðu – Jafnaðarmenn, Þjóðveldi og Framsókn – eigi að mynda ríkisstjórn. Bárður á Steig Nielsen, leiðtogi Sambandsflokksins, hefur gegnt embætti lögmanns síðustu ár, en eftir kosningarnar 2019 náðu Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn saman um myndun ríkisstjórnar. Boðað var til kosninga nú eftir að Bárður vék formanni Miðflokksins, Jenis af Rana, úr embætti utanríkisráðherra.
Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn)
Færeyjar Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08
Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49