Drengur dæmdur í umsjá lækna til að gangast undir hjartaaðgerð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 07:53 Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Getty Drengur sem dæmdur var í umsjá lækna hefur gengist undir lífsnauðsynlega hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Auckland á Nýja-Sjálandi. Læknunum var dæmt tímabundið forræði yfir drengnum þar sem foreldrar hans vildu ekki að hann gengist undir aðgerðina ef það þýddi að honum yrði gefið „bólusett blóð“. Sue Grey, lögmaður foreldranna, staðfesti í samtali við miðilinn RNZ í morgun að drengurinn, sem hefur verið kallaður Barn W, hefði gengist undir aðgerðina og að vel hefði heppnast til. Síðastliðinn miðvikudag dæmdi hæstiréttur Nýja-Sjálands heilbrigðisyfirvöldum í vil en þau höfðu farið fram á að fá forræði yfir drengnum til að greiða fyrir hjartaðagerðinni. Þau sögðu drenginn, sem er aðeins sex mánaða gamall, ekki vera hugað líf án hennar. Foreldrar drengsins höfðu sett sig upp á móti aðgerðinni, nema heilbrigðisyfirvöld gætu tryggt að syni þeirra yrði aðeins gefið blóð úr óbólusettum gjöfum, það er að segja einstaklingum sem hefðu ekki þegið bólusetningu gegn Covid-19. Hjarta- og hjartaskurðlæknar drengsins fara nú með forsjá hans, að minnsta kosti þar til hann hefur náð sér eftir aðgerðina. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða forræði yfir þeim ákvörðunum sem varða heilbrigði drengsins; allar aðrar ákvarðanir eru enn á höndum foreldra hans. Foreldrarnir höfðu gefið út að þeir hygðust sætta sig við dóm hæstaréttar en í gær neyddist dómari til að gefa út tilskipun til foreldranna um að leyfa læknum að undirbúa drenginn fyrir aðgerðina, þar sem foreldrarnir höfðu reynt að koma í veg fyrir blóðprufur og röntgenmyndatökur á drengnum. Málið hefur vakið heimsathygli og þá efndu andstæðingar bólusetninga til mótmæla fyrir utan sjúkrahúsið í Auckland í morgun. Nýja-Sjáland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Læknunum var dæmt tímabundið forræði yfir drengnum þar sem foreldrar hans vildu ekki að hann gengist undir aðgerðina ef það þýddi að honum yrði gefið „bólusett blóð“. Sue Grey, lögmaður foreldranna, staðfesti í samtali við miðilinn RNZ í morgun að drengurinn, sem hefur verið kallaður Barn W, hefði gengist undir aðgerðina og að vel hefði heppnast til. Síðastliðinn miðvikudag dæmdi hæstiréttur Nýja-Sjálands heilbrigðisyfirvöldum í vil en þau höfðu farið fram á að fá forræði yfir drengnum til að greiða fyrir hjartaðagerðinni. Þau sögðu drenginn, sem er aðeins sex mánaða gamall, ekki vera hugað líf án hennar. Foreldrar drengsins höfðu sett sig upp á móti aðgerðinni, nema heilbrigðisyfirvöld gætu tryggt að syni þeirra yrði aðeins gefið blóð úr óbólusettum gjöfum, það er að segja einstaklingum sem hefðu ekki þegið bólusetningu gegn Covid-19. Hjarta- og hjartaskurðlæknar drengsins fara nú með forsjá hans, að minnsta kosti þar til hann hefur náð sér eftir aðgerðina. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða forræði yfir þeim ákvörðunum sem varða heilbrigði drengsins; allar aðrar ákvarðanir eru enn á höndum foreldra hans. Foreldrarnir höfðu gefið út að þeir hygðust sætta sig við dóm hæstaréttar en í gær neyddist dómari til að gefa út tilskipun til foreldranna um að leyfa læknum að undirbúa drenginn fyrir aðgerðina, þar sem foreldrarnir höfðu reynt að koma í veg fyrir blóðprufur og röntgenmyndatökur á drengnum. Málið hefur vakið heimsathygli og þá efndu andstæðingar bólusetninga til mótmæla fyrir utan sjúkrahúsið í Auckland í morgun.
Nýja-Sjáland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira