Sjáðu Sveindísi Jane stinga allar af og skora fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 10:02 Sveindis Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu í lið Wolfsburg í Meistaradeildinni í gær. Getty/Martin Rose Íslenski landsliðsframherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hún skoraði eitt af mörkum VfL Wolfsburg í 4-2 sigri á AS Roma í riðlakeppninni. Sveindís Jane var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á sem varamaður strax á tólftu mínútu þegar hollenski miðjumaðurinn Jill Roord meiddist. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauen (@vfl.wolfsburg.frauen) Sveindís var fljót að breyta leiknum því hún lagði upp mark fyrir Ewu Pajor á 24. mínútu og skoraði síðan sjálf fimm mínútum fyrir hálfleik. Í báðum mörkunum réðu varnarmenn Roma ekki við íslensku knattspyrnukonuna. Fyrra markið minnsti á umdeilt mark Japan á móti Spánverjum á HM en Sveindís náði þá að koma boltanum fyrir á Ewu rétt áður en hann fór út af vellinum við endalínuna. Sveindís Jane Jónsdóttir skorar hér markið sitt fyrir Wolfsburg í gærGetty/Boris Streubel Í marki Sveindísar þá fékk hún sendingu frá þýsku landsliðskonunni og jafnöldru sinni Lenu Oberdorf. Sveindís komst á flug og stakk varnarmenn Rómarliðsins af áður hún skoraði með laglegu skoti. Sveindís hafði lagt upp mark í Meistaradeildinni á móti St. Polten í október en þetta var hennar fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum og þar á meðal bæði mörkin sem Keflvíkingurinn bjó til. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=20U_M1x8NIE">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Sveindís Jane var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á sem varamaður strax á tólftu mínútu þegar hollenski miðjumaðurinn Jill Roord meiddist. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauen (@vfl.wolfsburg.frauen) Sveindís var fljót að breyta leiknum því hún lagði upp mark fyrir Ewu Pajor á 24. mínútu og skoraði síðan sjálf fimm mínútum fyrir hálfleik. Í báðum mörkunum réðu varnarmenn Roma ekki við íslensku knattspyrnukonuna. Fyrra markið minnsti á umdeilt mark Japan á móti Spánverjum á HM en Sveindís náði þá að koma boltanum fyrir á Ewu rétt áður en hann fór út af vellinum við endalínuna. Sveindís Jane Jónsdóttir skorar hér markið sitt fyrir Wolfsburg í gærGetty/Boris Streubel Í marki Sveindísar þá fékk hún sendingu frá þýsku landsliðskonunni og jafnöldru sinni Lenu Oberdorf. Sveindís komst á flug og stakk varnarmenn Rómarliðsins af áður hún skoraði með laglegu skoti. Sveindís hafði lagt upp mark í Meistaradeildinni á móti St. Polten í október en þetta var hennar fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum og þar á meðal bæði mörkin sem Keflvíkingurinn bjó til. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=20U_M1x8NIE">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira