Fullt tilefni til fyrirspurnar um vanvirðandi framkomu ráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 12:05 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fullt tilefni á bak við fyrirspurn sína til forsætisráðherra um vanvirðandi framkomu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segist ekki hafa fengið formlega kvörtun en þó eiga ýmis óformleg samtöl um samskipti innan ráðuneytanna. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira