„Fannst Selfossliðið ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 16:06 Ragnar Hermannsson var virkilega ánægður með sigur sinna kvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, gat leyft sér að fagna eftir mikilvægan þriggja marka sigur liðsins á Selfossi í dag. Haukakonur hafa nú unnið þrjá af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og hafa náð að slíta sig frá fallsvæðinu fyrir jólafríið. „Eins og ég sagði fyrir leikinn þá hefur vikan verið mjög furðuleg. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni af eins áberandi prófastressi eins og er búið að vera í gangi í þessari viku. Einbeitingin er búin að vera mjög léleg og það var þannig í fyrri hálfleik,“ sagði Ragnar að leik loknum. „Maður horfði eiginlega bara á vikuna í hnotskurn í fyrri hálfleik. Við vorum algjörlega úti á túni með átta tapaða bolta og sumir af þeim þannig að það er ekki bjóðandi upp á þetta í Meistaraflokki og varla í yngri flokkunum.“ „En við tókum bara góðan fund í hálfleik og fórum rólega yfir þetta. Við skiptum um vörn og fengum smá markvörslu í seinni. Það sem var líka jákvætt var að það voru 33 sóknir í fyrri hálfleik og mér fannst ég sjá það á Selfossliðinu að þær voru orðnar frekat lúnar í seinni hálfleik.“ Haukakonur voru fjórum mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Liðið skoraði hins vegar níu mörk gegn aðeins einu marki heimakvenna í upphafi síðari hálfleiks og lagði þannig grunninn að góðum sigri. En hvað sagði Ragnar til að koma sínu liði í gang í hálfleiksræðunni? „Það er nú svona pínulítið einkamál. Vikan var svona svolítið eins og þær vilja hafa vikurnar og ég sagði við þær að ef að þær vilja hafa vikurnar einhverntíman svona þá yrðu þær auðvitað að sýna mér það í seinni hálfleik að við gætum treyst þeim fyrir aðeins léttari vikum. Ég gaf þeim frí í vikunni og svona og fór langt út af guðspjallinu. Gaf þeim frí út af prófalestri og þær sýndu mé það í seinni hálfleik að mér er alveg óhætt að vera stundum með uppbrotsvikur.“ Þrátt fyrir að hafa haft góð tök á leiknum stærstan hluta síðari hálfleiks náði Selfyssingar góðu áhlupi og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar skammt var eftir af leiknum. Ragnar segist þó hafa verið rólegur á þeim tímapunkti. „Mér fannst Selfossliðið bara ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka. Við hjálpuðum þeim svolítið. Við vorum held ég með einn tapaðan bolta þegar þetta móment kemur upp í seinni hálfleik og þá koma allt í einu þrír á innan við mínútu og þeir svona frekar klaufalegir. Það kostaði tvö hraðaupphlaupsmörk og svona smá pressu.“ „Svo fengum við auðvitað smá heppni þegar Rakel stal einum bolta og kláraði leikinn raunverulega. Ragnheiður stal svo öðrum. Þetta hefði getað orðið smá skjálfti, en hann varð ekki sem betur fer.“ Olís-deildin er nú á leið í smá jólafrí og Ragnar segist ætla að reyna að nýta það eins vel og hægt er. „Eins vel eins og hægt er. En þetta er náttúrulega bara Ísland í dag og það eru rosalega margir leikmenn að fara í ferðalög með fjölskyldunni þannig þetta verður svolítill bútasaumur. Svo erum við með tvo útlendinga sem eru að fara til sinna heima.“ „En við gerum auðvitað bara okkar besta og reynum að koma allavega jafnsprækar eftir jól. Ég er rosalega ánægður með uppskeruna fyrir jól. Átta stig. Ef þú hefðir boðið mér það í september eftir leikinn á móti Val þá hefði ég sagt já takk,“ sagði Ragnar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
„Eins og ég sagði fyrir leikinn þá hefur vikan verið mjög furðuleg. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni af eins áberandi prófastressi eins og er búið að vera í gangi í þessari viku. Einbeitingin er búin að vera mjög léleg og það var þannig í fyrri hálfleik,“ sagði Ragnar að leik loknum. „Maður horfði eiginlega bara á vikuna í hnotskurn í fyrri hálfleik. Við vorum algjörlega úti á túni með átta tapaða bolta og sumir af þeim þannig að það er ekki bjóðandi upp á þetta í Meistaraflokki og varla í yngri flokkunum.“ „En við tókum bara góðan fund í hálfleik og fórum rólega yfir þetta. Við skiptum um vörn og fengum smá markvörslu í seinni. Það sem var líka jákvætt var að það voru 33 sóknir í fyrri hálfleik og mér fannst ég sjá það á Selfossliðinu að þær voru orðnar frekat lúnar í seinni hálfleik.“ Haukakonur voru fjórum mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Liðið skoraði hins vegar níu mörk gegn aðeins einu marki heimakvenna í upphafi síðari hálfleiks og lagði þannig grunninn að góðum sigri. En hvað sagði Ragnar til að koma sínu liði í gang í hálfleiksræðunni? „Það er nú svona pínulítið einkamál. Vikan var svona svolítið eins og þær vilja hafa vikurnar og ég sagði við þær að ef að þær vilja hafa vikurnar einhverntíman svona þá yrðu þær auðvitað að sýna mér það í seinni hálfleik að við gætum treyst þeim fyrir aðeins léttari vikum. Ég gaf þeim frí í vikunni og svona og fór langt út af guðspjallinu. Gaf þeim frí út af prófalestri og þær sýndu mé það í seinni hálfleik að mér er alveg óhætt að vera stundum með uppbrotsvikur.“ Þrátt fyrir að hafa haft góð tök á leiknum stærstan hluta síðari hálfleiks náði Selfyssingar góðu áhlupi og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar skammt var eftir af leiknum. Ragnar segist þó hafa verið rólegur á þeim tímapunkti. „Mér fannst Selfossliðið bara ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka. Við hjálpuðum þeim svolítið. Við vorum held ég með einn tapaðan bolta þegar þetta móment kemur upp í seinni hálfleik og þá koma allt í einu þrír á innan við mínútu og þeir svona frekar klaufalegir. Það kostaði tvö hraðaupphlaupsmörk og svona smá pressu.“ „Svo fengum við auðvitað smá heppni þegar Rakel stal einum bolta og kláraði leikinn raunverulega. Ragnheiður stal svo öðrum. Þetta hefði getað orðið smá skjálfti, en hann varð ekki sem betur fer.“ Olís-deildin er nú á leið í smá jólafrí og Ragnar segist ætla að reyna að nýta það eins vel og hægt er. „Eins vel eins og hægt er. En þetta er náttúrulega bara Ísland í dag og það eru rosalega margir leikmenn að fara í ferðalög með fjölskyldunni þannig þetta verður svolítill bútasaumur. Svo erum við með tvo útlendinga sem eru að fara til sinna heima.“ „En við gerum auðvitað bara okkar besta og reynum að koma allavega jafnsprækar eftir jól. Ég er rosalega ánægður með uppskeruna fyrir jól. Átta stig. Ef þú hefðir boðið mér það í september eftir leikinn á móti Val þá hefði ég sagt já takk,“ sagði Ragnar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25