Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 08:40 Elon Musk á sér dyggan hóp fylgismanna á netinu. Þegar Musk treður illsakir við fólk má það eiga von á að fá að kenna á þeim. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter leysti skyndilega upp utanaðkomandi ráðgjafaráð um traust og öryggi notenda rétt áður en það átti að funda með stjórnendum miðilsins. Persónuárásir Elons Musk, eiganda Twitter, leiddu til þess að fyrrverandi stjórnandi flúði heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni. Mikið hefur gengið á hjá Twitter eftir að Musk festi kaup á fyrirtækinu. Nýi eigandinn hefur hringlað fram og til baka með ýmsar ákvarðanir en einnig verið með puttana sjálfur í hvernig efni sem birtist á Twitter er stýrt. Tók Musk nýlega ákvörðun um að hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og mörgum öðrum notendum sem voru bannaðir af ýmsum sökum aftur á miðilinn, þar á meðal alls kyns hægriöfgamönnum. Washington Post segir að svonefnt traust- og öryggisráð sem hefur verið skipað fulltrúum mannréttindasamtaka, fræðimönnum og fleiri utanaðkomandi ráðgjöfum hafi verið leyst upp með tölvupósti innan við klukkustund fyrir fjarfund ráðsins með stjórnendum Twitter. Í póstinum sagði að ráðið væri ekki lengur besta aðferðin til að fá utanaðkomandi álit á þjónustu og stefnu fyrirtækisins. Larry Magid, forstjóri ConnectSafely, félagasamtaka sem veita ráðgjöf um netnotkun barna, segir að margir fulltrúar í ráðinu hafi verið við það að segja af sér hvort sem var. „Elon vill ekki gagnrýni og hann vill sérstaklega ekki þá ráðgjöf sem hann hefði mjög líklega fengið frá öryggisráðgjafarráði sem hefði líklega sagt honum að ráða aftur eitthvað af starfsfólkinu sem hann losaði sig við og að endurvekja sumar reglur sem hann felldi úr gildi og að snúa fyrirtækinu af þeirri braut sem hann hefur stýrt því,“ segir Magid við Washington Post. Árásir fylgismanna Musk á fyrrverandi starfsmenn og fjölskyldu Musk hefur sjálfur ógnað öryggi fyrrverandi starfsmanna sinna með rangfærslum og misvísandi tístum undanfarna daga. Þegar þrír fulltrúar í ráðgjafaráðinu sögðu af sér þar sem þeir töldu öryggi og velferð notenda miðilisins fara hnignandi í síðustu viku brást Musk við með því að saka fyrrverandi stjórnendur um að hafa vísvitandi látið hjá líða að fjarlægja barnaníð af samfélagsmiðlinum. Engu breytti þó að Jack Dorsey, forveri hans í forstjórastóli Twitter, svaraði honum og segði þá ásökun alranga. Árásir Musk leiddu til hótana og áreitis fylgismanna hans í garð ráðgjafanna sem hættu og þeirra sem eftir sátu. Um helgina gekk Musk enn lengra og sakaði Yoel Roth, fyrrverandi yfirmann trausts- og öryggisdeildar Twitter, leynt eða ljóst um að afsaka barnaníð. Washington Post segir að það hafi Musk vísað með villandi hætti til doktorsverkefnis Roth sem fjallaði um notkun táninga á stefnumótaforriti fyrir samkynhneigða. Tístin frá Musk kölluðu nether hans yfir Roth sem sá sér þann kost vænstan að flýja heimili sitt með fjölskyldu sinni. Ættingjar og vinir Roth fengu einnig hótanir sem leiddu til þess að þeir eyddu Twitter-reikningum sínum og þá barst prófessorum sem fóru yfir doktorsverkefni Roth á sínum tíma og Pennsylvaníuháskóla holskefla óhróðurs. Roth var upphaflega einn af fáum fyrri stjórnendum Twitter sem lifðu af miklar hreinsanir þegar Musk tók við fyrirtækinu. Musk lýsti sérstaklega yfir trausti til Roth í upphafi. Jafnvel eftir að Roth lét af störfum fór hann varlega í að gagnrýna Musk og stjórnarhætti hans. Síðan þá hefur Musk hins vegar dreift innri samskiptum Twitter um ritstjórnarlegar ákvarðanir, þar á meðal um ákvörðunina um að banna Trump eftir að hann æsti til árásar á bandaríska þinghúsið, til lítils hóps bloggara. Roth átti þátt í mörgum ákvörðun um hvaða efni skyldi fjarlægt og hvaða reikningar skyldu bannaðir og kemur því víða við í þeim skjölum. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Mikið hefur gengið á hjá Twitter eftir að Musk festi kaup á fyrirtækinu. Nýi eigandinn hefur hringlað fram og til baka með ýmsar ákvarðanir en einnig verið með puttana sjálfur í hvernig efni sem birtist á Twitter er stýrt. Tók Musk nýlega ákvörðun um að hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og mörgum öðrum notendum sem voru bannaðir af ýmsum sökum aftur á miðilinn, þar á meðal alls kyns hægriöfgamönnum. Washington Post segir að svonefnt traust- og öryggisráð sem hefur verið skipað fulltrúum mannréttindasamtaka, fræðimönnum og fleiri utanaðkomandi ráðgjöfum hafi verið leyst upp með tölvupósti innan við klukkustund fyrir fjarfund ráðsins með stjórnendum Twitter. Í póstinum sagði að ráðið væri ekki lengur besta aðferðin til að fá utanaðkomandi álit á þjónustu og stefnu fyrirtækisins. Larry Magid, forstjóri ConnectSafely, félagasamtaka sem veita ráðgjöf um netnotkun barna, segir að margir fulltrúar í ráðinu hafi verið við það að segja af sér hvort sem var. „Elon vill ekki gagnrýni og hann vill sérstaklega ekki þá ráðgjöf sem hann hefði mjög líklega fengið frá öryggisráðgjafarráði sem hefði líklega sagt honum að ráða aftur eitthvað af starfsfólkinu sem hann losaði sig við og að endurvekja sumar reglur sem hann felldi úr gildi og að snúa fyrirtækinu af þeirri braut sem hann hefur stýrt því,“ segir Magid við Washington Post. Árásir fylgismanna Musk á fyrrverandi starfsmenn og fjölskyldu Musk hefur sjálfur ógnað öryggi fyrrverandi starfsmanna sinna með rangfærslum og misvísandi tístum undanfarna daga. Þegar þrír fulltrúar í ráðgjafaráðinu sögðu af sér þar sem þeir töldu öryggi og velferð notenda miðilisins fara hnignandi í síðustu viku brást Musk við með því að saka fyrrverandi stjórnendur um að hafa vísvitandi látið hjá líða að fjarlægja barnaníð af samfélagsmiðlinum. Engu breytti þó að Jack Dorsey, forveri hans í forstjórastóli Twitter, svaraði honum og segði þá ásökun alranga. Árásir Musk leiddu til hótana og áreitis fylgismanna hans í garð ráðgjafanna sem hættu og þeirra sem eftir sátu. Um helgina gekk Musk enn lengra og sakaði Yoel Roth, fyrrverandi yfirmann trausts- og öryggisdeildar Twitter, leynt eða ljóst um að afsaka barnaníð. Washington Post segir að það hafi Musk vísað með villandi hætti til doktorsverkefnis Roth sem fjallaði um notkun táninga á stefnumótaforriti fyrir samkynhneigða. Tístin frá Musk kölluðu nether hans yfir Roth sem sá sér þann kost vænstan að flýja heimili sitt með fjölskyldu sinni. Ættingjar og vinir Roth fengu einnig hótanir sem leiddu til þess að þeir eyddu Twitter-reikningum sínum og þá barst prófessorum sem fóru yfir doktorsverkefni Roth á sínum tíma og Pennsylvaníuháskóla holskefla óhróðurs. Roth var upphaflega einn af fáum fyrri stjórnendum Twitter sem lifðu af miklar hreinsanir þegar Musk tók við fyrirtækinu. Musk lýsti sérstaklega yfir trausti til Roth í upphafi. Jafnvel eftir að Roth lét af störfum fór hann varlega í að gagnrýna Musk og stjórnarhætti hans. Síðan þá hefur Musk hins vegar dreift innri samskiptum Twitter um ritstjórnarlegar ákvarðanir, þar á meðal um ákvörðunina um að banna Trump eftir að hann æsti til árásar á bandaríska þinghúsið, til lítils hóps bloggara. Roth átti þátt í mörgum ákvörðun um hvaða efni skyldi fjarlægt og hvaða reikningar skyldu bannaðir og kemur því víða við í þeim skjölum.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51