Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 09:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, (t.v.) skrifar undir kjarasamning við SA í gær. Hann lét sig svo hverfa án þess að taka þátt í hópmynd eða ræða við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. Athygli vakti að Ragnar Þór sat ekki fyrir á mynd með öðrum leiðtogum stéttarfélaga og fulltrúum SA eftir að skrifað var undir skammtímakjarasamning í Karphúsinu í gær. Þá veitti hann fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Ragnar Þór að þetta hefðu verið meðvituð skilaboð og að þau endurspegluðu álit hans á Samtökum atvinnulífsins. „Ég hafði ekki geð í mér að láta mynda mig með þessu fólki miðað við hvernig það hefur gengið fram, ekki bara gagnvart okkur sem eru í forsvari fyrir hreyfinguna og samninganefndir félaganna, heldur bara gagnvart samfélaginu og vinnandi fólki. Miðað við hvernig staðan er í atvinnulífinu þá er framganga Samtaka atvinnulífsins í sjálfu sér til háborinnar skammar gagnvart vinnandi fólki,“ sagði Ragnar Þór þegar hann var spurður út í háttalag sitt í Karphúsinu í gær. Vísaði hann til þess sem hann kallaði „bullandi góðæri“. Staða fyrirtækja hefði aldrei verið betri og hér drypi smjör af hverju strái. „Framganga SA gangvart okkur og vinnandi fólki er í sjálfu sér óásættanleg,“ sagði Ragnar Þór sem fullyrti að enginn gengi sáttur frá kjarasamningsborðinu. Þráspurður svaraði Ragnar Þór því ekki beint hvort að hann mælti með því að VR-fólk samþykkti samninginn í atkvæðagreiðslu. Sagðist hann aðeins treysta fólki til þess að meta samninginn út frá stöðunni. „Ég held að fólki þurfi bara að taka upplýsta ákvörðun. Upplýst ákvörðun er það að meta það sem er í boði og líka hvaða það þýðir ef fólk ákveður að fella. Þá þarf fólk að vera tilbúið að fara í átök til þess að berjast fyrir meiru. Við gerðum allt sem við gátum,“ sagði Ragnar Þór. Samningur SGS hafi gert þeim erfitt fyrir Gagnrýndi Ragnar Þór SA fyrir að hafa ekki tekið í mál kröfu VR um að setja þrönga verðbólguvörn inn í kjarasamninginn. Ragnar Þór sagði að með því ákvæði hefðu fyrirtæki haft hvata til þess að ná niður verðlagi og draga úr verðbólgu. Sakaði hann fyrirtæki landsins um að hafa velt hverri einustu krónu í kostnaðarauka algerlega yfir á almenning. Fyrirtækin hefði ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð. „Skilaboðin til okkar frá SA og atvinnulífinu eru að það er lítill sem enginn áhugi á að vinna þetta með okkur,“ sagði Ragnar Þór. Samingur sem Starfsgreinasambandið (SGS) gerði við SA um þarsíðustu helgi batt hendur samninganefnda VR og iðnaðarmanna, að mati Ragnars Þórs. SA hafi með þeim samningi verið búið að leggja línuna og samtökunum hafi ekki verið haggað með hana. Lengra hefði ekki verið komist án átaka. Ljóst væri að sama lína gilti fyrir viðræður SA við Eflingu en sú deila er á borði ríkissáttasemjara. Skoraði Ragnar Þór á SA að boða samninganefnd Eflingar þegar á fund og gera henni tilboð sem hún gæti ekki hafnað. Ekki lengra gengið Þrátt fyrir óánægju sína sagðist Ragnar Þór telja það hafa verið rétta ákvörðun að skrifa undir samninginn. „Við mátum bara stöðuna þannig að lengra væri ekki gengið. Það var annað hvort að boða til aðgerða eða skrifa undir og setja þetta í dóm okkar félagsfólks. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að skrifa undir og leggja svo í rauninni þennan samning í dóm okkar félagsfólks vegna þess að fólk almennt veit hvað það þýðir að fara í átök og hvað það hefur í för með sér. Þetta er ekki léttvæg ákvörðun,“ sagði formaður VR. Með gagnrýni sinni væri hann þó ekki að hvetja fólk til að hafna samningnum í reynd. „Ég treysti bara fólki fullkomlega til þess að meta stöðuna út frá því sem er á borðinu.“ Fréttin verður uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Bítið Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Athygli vakti að Ragnar Þór sat ekki fyrir á mynd með öðrum leiðtogum stéttarfélaga og fulltrúum SA eftir að skrifað var undir skammtímakjarasamning í Karphúsinu í gær. Þá veitti hann fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Ragnar Þór að þetta hefðu verið meðvituð skilaboð og að þau endurspegluðu álit hans á Samtökum atvinnulífsins. „Ég hafði ekki geð í mér að láta mynda mig með þessu fólki miðað við hvernig það hefur gengið fram, ekki bara gagnvart okkur sem eru í forsvari fyrir hreyfinguna og samninganefndir félaganna, heldur bara gagnvart samfélaginu og vinnandi fólki. Miðað við hvernig staðan er í atvinnulífinu þá er framganga Samtaka atvinnulífsins í sjálfu sér til háborinnar skammar gagnvart vinnandi fólki,“ sagði Ragnar Þór þegar hann var spurður út í háttalag sitt í Karphúsinu í gær. Vísaði hann til þess sem hann kallaði „bullandi góðæri“. Staða fyrirtækja hefði aldrei verið betri og hér drypi smjör af hverju strái. „Framganga SA gangvart okkur og vinnandi fólki er í sjálfu sér óásættanleg,“ sagði Ragnar Þór sem fullyrti að enginn gengi sáttur frá kjarasamningsborðinu. Þráspurður svaraði Ragnar Þór því ekki beint hvort að hann mælti með því að VR-fólk samþykkti samninginn í atkvæðagreiðslu. Sagðist hann aðeins treysta fólki til þess að meta samninginn út frá stöðunni. „Ég held að fólki þurfi bara að taka upplýsta ákvörðun. Upplýst ákvörðun er það að meta það sem er í boði og líka hvaða það þýðir ef fólk ákveður að fella. Þá þarf fólk að vera tilbúið að fara í átök til þess að berjast fyrir meiru. Við gerðum allt sem við gátum,“ sagði Ragnar Þór. Samningur SGS hafi gert þeim erfitt fyrir Gagnrýndi Ragnar Þór SA fyrir að hafa ekki tekið í mál kröfu VR um að setja þrönga verðbólguvörn inn í kjarasamninginn. Ragnar Þór sagði að með því ákvæði hefðu fyrirtæki haft hvata til þess að ná niður verðlagi og draga úr verðbólgu. Sakaði hann fyrirtæki landsins um að hafa velt hverri einustu krónu í kostnaðarauka algerlega yfir á almenning. Fyrirtækin hefði ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð. „Skilaboðin til okkar frá SA og atvinnulífinu eru að það er lítill sem enginn áhugi á að vinna þetta með okkur,“ sagði Ragnar Þór. Samingur sem Starfsgreinasambandið (SGS) gerði við SA um þarsíðustu helgi batt hendur samninganefnda VR og iðnaðarmanna, að mati Ragnars Þórs. SA hafi með þeim samningi verið búið að leggja línuna og samtökunum hafi ekki verið haggað með hana. Lengra hefði ekki verið komist án átaka. Ljóst væri að sama lína gilti fyrir viðræður SA við Eflingu en sú deila er á borði ríkissáttasemjara. Skoraði Ragnar Þór á SA að boða samninganefnd Eflingar þegar á fund og gera henni tilboð sem hún gæti ekki hafnað. Ekki lengra gengið Þrátt fyrir óánægju sína sagðist Ragnar Þór telja það hafa verið rétta ákvörðun að skrifa undir samninginn. „Við mátum bara stöðuna þannig að lengra væri ekki gengið. Það var annað hvort að boða til aðgerða eða skrifa undir og setja þetta í dóm okkar félagsfólks. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að skrifa undir og leggja svo í rauninni þennan samning í dóm okkar félagsfólks vegna þess að fólk almennt veit hvað það þýðir að fara í átök og hvað það hefur í för með sér. Þetta er ekki léttvæg ákvörðun,“ sagði formaður VR. Með gagnrýni sinni væri hann þó ekki að hvetja fólk til að hafna samningnum í reynd. „Ég treysti bara fólki fullkomlega til þess að meta stöðuna út frá því sem er á borðinu.“ Fréttin verður uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Bítið Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent