Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2022 12:42 Áslaug Thelma Einarsdóttir ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sínum þegar málið var tekið til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur. RÚV greinir frá því að Áslaug hafi stefnt Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að há upphæð segi ekki alla söguna. Þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjón Áslaugar Thelmu. Landsréttur sneri í sumar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að áfrýja ekki niðurstöðunni í Landsrétti í sumar. Framkvæmdastjórinn gladdist með Áslaugu Thelmu „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Dómurinn væri þó ekki áfellisdómur yfir fyrirtækinu. „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ sagði Berglind. Orkuveita Reykjavíkur blés til blaðamannafundar í nóvember 2018 og kynnti skýrsluna „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“. Þar var niðurstaða úttektaraðila að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði verið réttmæt. Málið var tekið saman í fréttaskýringu á Vísi á þeim tíma. Þá átti Áslaug eftir að leita réttlætis fyrir dómstólum. Blaðamannafundurinn er harðlega gagnrýndur í stefnu Áslaugar Thelmu. Hann er sagður hafa verið sviðsettur og öllu til tjaldað til að gera mætti hann sem áhrifamestan. „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni. Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
RÚV greinir frá því að Áslaug hafi stefnt Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að há upphæð segi ekki alla söguna. Þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjón Áslaugar Thelmu. Landsréttur sneri í sumar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að áfrýja ekki niðurstöðunni í Landsrétti í sumar. Framkvæmdastjórinn gladdist með Áslaugu Thelmu „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Dómurinn væri þó ekki áfellisdómur yfir fyrirtækinu. „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ sagði Berglind. Orkuveita Reykjavíkur blés til blaðamannafundar í nóvember 2018 og kynnti skýrsluna „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“. Þar var niðurstaða úttektaraðila að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði verið réttmæt. Málið var tekið saman í fréttaskýringu á Vísi á þeim tíma. Þá átti Áslaug eftir að leita réttlætis fyrir dómstólum. Blaðamannafundurinn er harðlega gagnrýndur í stefnu Áslaugar Thelmu. Hann er sagður hafa verið sviðsettur og öllu til tjaldað til að gera mætti hann sem áhrifamestan. „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30