Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2022 13:49 Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í haust. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. Í gær kynntu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga. Í pakkanum er að finna kerfisbreytingar á barnabótakerfinu sem verður einfaldað til muna. Kerfið mun ná til fleiri fjölskyldna og verða greiddar út fyrr en verið hefur. Þá munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem skerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Stjórnvöld segjast ætla að leggja áherslu á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Nánar er hægt að lesa um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hér. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í hádegisfréttum Bylgjunnra fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið mið af hluta af þeim tillögum sem hennar flokkur lagði fram í síðustu viku. „Ég vil hins vegar gera athugasemdir við að það er ennþá niðurskurður í nýjum fjárheimildum til þess að byggja óhagnaðardrifið húsnæði og það skortir líka þá leigubremsu sem við höfum talað fyrir og töluðum meðal annars fyrir í kjarapakkanum okkar sem kemur í veg fyrir að hækkun þessara bóta fari að öllu leyti bara áfram til leigusala,“ útskýrir Kristrún. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum vikum um þrönga stöðu leigjenda og kallaði verkalýðshreyfingin eftir leigubremsu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á kynningarfundinum í gær að hreyfingin fengi aðild að starfshópi um stöðu leigjenda og húsnæðismarkaðinn. Fjármálaráðherra sagði í gær að heildarfjárhæð barnabóta verði fimm milljörðum hærri en í núverandi kerfi með breytingunum. Kristrún segir þetta algert lágmarksviðbragð við slæmri stöðu í velferðarmálum. „Staðreyndin er auðvitað sú að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að barnabótum og þar er horft á þær sem eðlilegar greiðslur handa fólki sem er með börn á framfæri. Í dag er þetta svona hálfpartinn fátæktarstyrkur þannig að við fögnum auðvitað því að það eigi að taka skref í rétta átt hvað þetta varðar.“ Samfylkingin fagni öllum áfangasigrum. „En það breytir því ekki að núna er ríkisstjórnin auðvitað að stíga inn í neyð sem hún hefur sjálf skapað og við hefðum vilja sjá þessi úrræði koma upphaflega inn í fjármálaáætlun í vor, fjárlög í haust en í staðinn erum við í þessum leiðréttingum rétt fyrir jól og rétt fyrir kjarasamninga. Auðvitað er gott að redda sér fyrir horn þegar þessi staða er komin upp en svona er auðvitað ekki hægt að stjórna landinu til langs tíma, við verðum að vera með einhverja langtímastefnumótun.“ Hádegisfréttir Bylgjunnar Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Í gær kynntu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga. Í pakkanum er að finna kerfisbreytingar á barnabótakerfinu sem verður einfaldað til muna. Kerfið mun ná til fleiri fjölskyldna og verða greiddar út fyrr en verið hefur. Þá munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem skerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Stjórnvöld segjast ætla að leggja áherslu á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Nánar er hægt að lesa um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hér. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í hádegisfréttum Bylgjunnra fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið mið af hluta af þeim tillögum sem hennar flokkur lagði fram í síðustu viku. „Ég vil hins vegar gera athugasemdir við að það er ennþá niðurskurður í nýjum fjárheimildum til þess að byggja óhagnaðardrifið húsnæði og það skortir líka þá leigubremsu sem við höfum talað fyrir og töluðum meðal annars fyrir í kjarapakkanum okkar sem kemur í veg fyrir að hækkun þessara bóta fari að öllu leyti bara áfram til leigusala,“ útskýrir Kristrún. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum vikum um þrönga stöðu leigjenda og kallaði verkalýðshreyfingin eftir leigubremsu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á kynningarfundinum í gær að hreyfingin fengi aðild að starfshópi um stöðu leigjenda og húsnæðismarkaðinn. Fjármálaráðherra sagði í gær að heildarfjárhæð barnabóta verði fimm milljörðum hærri en í núverandi kerfi með breytingunum. Kristrún segir þetta algert lágmarksviðbragð við slæmri stöðu í velferðarmálum. „Staðreyndin er auðvitað sú að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að barnabótum og þar er horft á þær sem eðlilegar greiðslur handa fólki sem er með börn á framfæri. Í dag er þetta svona hálfpartinn fátæktarstyrkur þannig að við fögnum auðvitað því að það eigi að taka skref í rétta átt hvað þetta varðar.“ Samfylkingin fagni öllum áfangasigrum. „En það breytir því ekki að núna er ríkisstjórnin auðvitað að stíga inn í neyð sem hún hefur sjálf skapað og við hefðum vilja sjá þessi úrræði koma upphaflega inn í fjármálaáætlun í vor, fjárlög í haust en í staðinn erum við í þessum leiðréttingum rétt fyrir jól og rétt fyrir kjarasamninga. Auðvitað er gott að redda sér fyrir horn þegar þessi staða er komin upp en svona er auðvitað ekki hægt að stjórna landinu til langs tíma, við verðum að vera með einhverja langtímastefnumótun.“
Hádegisfréttir Bylgjunnar Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31
Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57