Fákeppni á leigumarkaði Þorsteinn Sæmundsson skrifar 13. desember 2022 15:01 Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. Eignir þessa fólks voru rifnar af því með öllum brögðum sem til eru og auk þess á smánarverði. Þessi hópur á ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði það sem eftir lifir starfsævinnar m.a. vegna þess að t.d. í Höfuðborginni er einkum byggt á mjög dýrum reitum (.s.k. þétting byggðar) og loforð um fjölda hlutdeildaríbúða hefur reynst hjóm eitt eins og fleira úr sama ranni. Á síðustu misserum hefur ný þróun orðið á leigumarkaði. Samþjöppun eignarhalds hefur náð nýjum hæðum. Segja má að tvö ofurfyrirtæki skipti leigumarkaðnum jafnt á milli sín nefnilega Alma og hið norska Heimstaden. Þessi fyrirtæki og forverar þeirra fengu óheftan aðgang að eignasafni Íbúðalánasjóðs á sínum tíma ásamt því að njóta einstakra lánakjara til kaupa á íbúðum á gjafverði. Bæði fyrirtækin hafa gengið kaupum og sölum, skipt hefur verið um nöfn og kennitölur og við hverja sölu hefur myndast hagnaður sem dottið hefur ofan í djúpa vasa. Síðustu snúningar varðandi Ölmu og Heimavelli urðu í fyrra þegar Heimavellir voru seldir úr landi til Noregs og Alma var seld fyrirtækinu Langasjó. Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi Ölmu þar sem fram kemur að matsverð eigna hefur hækkað umtalsvert er nokkuð ljóst að verðmæti fyrirtækisins hefur ekki verið mjög hátt reiknað við söluna. Ólíklegt er þó að einhver ölmusugjörningur hafi átt sér stað. Hingað til hefur verið takmarkaður áhugi á tilurð og tilveru þessara tveggja risa á leigumarkaðnum. Litill áhugi hefur einnig verið á þeirri staðreynd að eignasafn beggja fyrirtækjanna er reist á ógæfu þeirra þúsunda sem misstu heimili sín í hendur Íbúðalánasjóði. Allt frá þeim tíma hafa þessi heimili verið féþúfa braskara sem rakað hafa saman fé eftir ..sölu” á ríkiseignum sem er í hæsta máta dularfull og þyrfti frekari rannsóknar við. Meiri áhugi hefur undanfarandi verið á sölu ríkisins á Íslandsbanka sem var stærsta einstaka eignin sem komst í hendur ríkisins sem stöðugleikaframlag. Það er vel að farið sé í saumana á þeirri sölu sem virðist þó hafa farið fram að mestu leyti skammlítið. Það er vert að hugsa til þess að enginn missti heimili sitt við söluna á Íslandsbanka svo vitað sé en tíu þúsund Íslendingar misstu húsnæði sitt í Íbúðalánasjóðsæðinu. Það sem kannski er grátlegast við framgöngu leigurisanna gagnvart viðskiptavinum sínum eða ætti maður frekar að segja fórnarlömbum er að nú eru fyrirtæki lengst af voru í eigu einstaklinga sem gerðu sig gildandi fyrir hrun og urðu m.a. til þess að fjöldi fólks hraktist af heimilum sínum að leigja sömu fórnarlömbunum heimilin aftur við okurverði. Yfirburðastaða leigufélaganna gagnvart skjólstæðingum þeirra er yfirþyrmandi og kristallast í nýframkomnum fréttum um fyrirvaralausa hækkun gagnvart einstaklingi i erfiðri stöðu.Skilaboð leigufélagsins eru skýr: Annað hvort sættir leigjandinn sig við fyrirvaralausa hækkun eða fer á götuna. Fínasta jólakveðja eða hvað? Eftir umfjöllun fjölmiðla hefur viðkomandi verið boðið ódýrara húsnæði þar sem erfiðara erfiðara er um aðföng og umgengni. Það er holur hljómur í málflutningi leigurisa sem segist nauðbeygður til hækkunar á leigu þrátt fyrir milljarðahagnað. Nú er að auki uppi ný þróun. Spurst hefur að norski leigurisinn Heimstaden hafi boðið íslenskum lífeyrissjóðum hlut í félaginu. Nú skyldi ég hlægja væri ég ekki dauður sagði draugurinn. Verði þetta að veruleika fá íslenskir lífeyrissjóðir enn einn vettvang til að okra á umbjóðendum sínum. Þeir ráða nú þegar yfir dreifingu á matvörum og orkugjöfum tryggingum og fleiri. Það væri eftir öðru ef tíðindi af eignarhaldi lífeyrissjóða á leigurisa yrðu fyrstu tíðindi eftir að gengið hefur verið frá kjarasamningum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leigumarkaður Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. Eignir þessa fólks voru rifnar af því með öllum brögðum sem til eru og auk þess á smánarverði. Þessi hópur á ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði það sem eftir lifir starfsævinnar m.a. vegna þess að t.d. í Höfuðborginni er einkum byggt á mjög dýrum reitum (.s.k. þétting byggðar) og loforð um fjölda hlutdeildaríbúða hefur reynst hjóm eitt eins og fleira úr sama ranni. Á síðustu misserum hefur ný þróun orðið á leigumarkaði. Samþjöppun eignarhalds hefur náð nýjum hæðum. Segja má að tvö ofurfyrirtæki skipti leigumarkaðnum jafnt á milli sín nefnilega Alma og hið norska Heimstaden. Þessi fyrirtæki og forverar þeirra fengu óheftan aðgang að eignasafni Íbúðalánasjóðs á sínum tíma ásamt því að njóta einstakra lánakjara til kaupa á íbúðum á gjafverði. Bæði fyrirtækin hafa gengið kaupum og sölum, skipt hefur verið um nöfn og kennitölur og við hverja sölu hefur myndast hagnaður sem dottið hefur ofan í djúpa vasa. Síðustu snúningar varðandi Ölmu og Heimavelli urðu í fyrra þegar Heimavellir voru seldir úr landi til Noregs og Alma var seld fyrirtækinu Langasjó. Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi Ölmu þar sem fram kemur að matsverð eigna hefur hækkað umtalsvert er nokkuð ljóst að verðmæti fyrirtækisins hefur ekki verið mjög hátt reiknað við söluna. Ólíklegt er þó að einhver ölmusugjörningur hafi átt sér stað. Hingað til hefur verið takmarkaður áhugi á tilurð og tilveru þessara tveggja risa á leigumarkaðnum. Litill áhugi hefur einnig verið á þeirri staðreynd að eignasafn beggja fyrirtækjanna er reist á ógæfu þeirra þúsunda sem misstu heimili sín í hendur Íbúðalánasjóði. Allt frá þeim tíma hafa þessi heimili verið féþúfa braskara sem rakað hafa saman fé eftir ..sölu” á ríkiseignum sem er í hæsta máta dularfull og þyrfti frekari rannsóknar við. Meiri áhugi hefur undanfarandi verið á sölu ríkisins á Íslandsbanka sem var stærsta einstaka eignin sem komst í hendur ríkisins sem stöðugleikaframlag. Það er vel að farið sé í saumana á þeirri sölu sem virðist þó hafa farið fram að mestu leyti skammlítið. Það er vert að hugsa til þess að enginn missti heimili sitt við söluna á Íslandsbanka svo vitað sé en tíu þúsund Íslendingar misstu húsnæði sitt í Íbúðalánasjóðsæðinu. Það sem kannski er grátlegast við framgöngu leigurisanna gagnvart viðskiptavinum sínum eða ætti maður frekar að segja fórnarlömbum er að nú eru fyrirtæki lengst af voru í eigu einstaklinga sem gerðu sig gildandi fyrir hrun og urðu m.a. til þess að fjöldi fólks hraktist af heimilum sínum að leigja sömu fórnarlömbunum heimilin aftur við okurverði. Yfirburðastaða leigufélaganna gagnvart skjólstæðingum þeirra er yfirþyrmandi og kristallast í nýframkomnum fréttum um fyrirvaralausa hækkun gagnvart einstaklingi i erfiðri stöðu.Skilaboð leigufélagsins eru skýr: Annað hvort sættir leigjandinn sig við fyrirvaralausa hækkun eða fer á götuna. Fínasta jólakveðja eða hvað? Eftir umfjöllun fjölmiðla hefur viðkomandi verið boðið ódýrara húsnæði þar sem erfiðara erfiðara er um aðföng og umgengni. Það er holur hljómur í málflutningi leigurisa sem segist nauðbeygður til hækkunar á leigu þrátt fyrir milljarðahagnað. Nú er að auki uppi ný þróun. Spurst hefur að norski leigurisinn Heimstaden hafi boðið íslenskum lífeyrissjóðum hlut í félaginu. Nú skyldi ég hlægja væri ég ekki dauður sagði draugurinn. Verði þetta að veruleika fá íslenskir lífeyrissjóðir enn einn vettvang til að okra á umbjóðendum sínum. Þeir ráða nú þegar yfir dreifingu á matvörum og orkugjöfum tryggingum og fleiri. Það væri eftir öðru ef tíðindi af eignarhaldi lífeyrissjóða á leigurisa yrðu fyrstu tíðindi eftir að gengið hefur verið frá kjarasamningum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar