Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 19:32 Ríkisstjórnin kynnir samstarfið formlega á morgun. EPA-EFE/Martin Sylvest Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. Það er ekki fyrr en á morgun sem ríkisstjórnarsamstarfið verður formlega kynnt. Frederiksen tjáði sig örstutt um málið í samtali við Danska ríkissjónvarpið þar sem hún sagði ríkisstjórnina nýju vera almennt samstíga. „Það sem einkennir þessa ríkisstjórn er sameiginleg pólitísk sýn. Við erum ekki alltaf sammála um allt en við teljum þetta mikilvægt samstarf fyrir Danmörku í heild,“ segir Frederiksen og kveðst hafa mikla trú á samstarfinu. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta í kosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Moderaterne var stofnaður í júlí í fyrra og var áberandi í kosningabaráttunni. Formaðurinn, Lars Løkke Rasmussen, var áður formaður Venstre og gegndi meðal annars stöðu forsætisráðherra. Løkke hefur lýst hinum nýstofnaða Moderaterne sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Frederiksen hafði áður sagt að hún vildi mynda breiða ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni, og í þessu tilfelli Moderaterne. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Talningaklúður í Danmörku: Mörg hundruð atkvæða færast frá rauðu blokkinni til bláu Röng niðurstaða var kynnt í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku eftir að ljóst varð að talningamenn í Sæby höfðu ruglast á bunkum og talið atkvæði Danmerkurdemókrata sem atkvæði Einingarlistans. 2. nóvember 2022 10:03 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Það er ekki fyrr en á morgun sem ríkisstjórnarsamstarfið verður formlega kynnt. Frederiksen tjáði sig örstutt um málið í samtali við Danska ríkissjónvarpið þar sem hún sagði ríkisstjórnina nýju vera almennt samstíga. „Það sem einkennir þessa ríkisstjórn er sameiginleg pólitísk sýn. Við erum ekki alltaf sammála um allt en við teljum þetta mikilvægt samstarf fyrir Danmörku í heild,“ segir Frederiksen og kveðst hafa mikla trú á samstarfinu. Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta í kosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Moderaterne var stofnaður í júlí í fyrra og var áberandi í kosningabaráttunni. Formaðurinn, Lars Løkke Rasmussen, var áður formaður Venstre og gegndi meðal annars stöðu forsætisráðherra. Løkke hefur lýst hinum nýstofnaða Moderaterne sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Frederiksen hafði áður sagt að hún vildi mynda breiða ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni, og í þessu tilfelli Moderaterne.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Talningaklúður í Danmörku: Mörg hundruð atkvæða færast frá rauðu blokkinni til bláu Röng niðurstaða var kynnt í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku eftir að ljóst varð að talningamenn í Sæby höfðu ruglast á bunkum og talið atkvæði Danmerkurdemókrata sem atkvæði Einingarlistans. 2. nóvember 2022 10:03 Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Talningaklúður í Danmörku: Mörg hundruð atkvæða færast frá rauðu blokkinni til bláu Röng niðurstaða var kynnt í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku eftir að ljóst varð að talningamenn í Sæby höfðu ruglast á bunkum og talið atkvæði Danmerkurdemókrata sem atkvæði Einingarlistans. 2. nóvember 2022 10:03
Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36