Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 20:28 Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurði mannanna tveggja úr gildi í dag. Krafa ákæruvaldsins var byggð á tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála, en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að úrskurða mann í gæsluvarðhald ef telja má „gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.“ Litið hefur verið svo á að gæsluvarðhaldi, á grundvelli ákvæðisins, verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji. Í úrskurðunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að eðlilegt sé að skýra ákvæðið þannig að árás sé ekki aðeins möguleg heldur verði eitthvað að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Gögn málsins voru ekki talin þannig úr garði gerð að áskilnaði lagaákvæðisins væri fullnægt. Þá var einnig litið til vitnisburðar geðlæknis sem sagði að heilbrigði mannsins yrði ekki talið þannig að hætta stafi af þeim, hvorki fyrir hann sjálfan né aðra einstaklinga eða hópa. Landsréttur reifaði að áður hafi verið fallist á gæsluvarðhald en nú liggi hins vegar fyrir ítarleg matsgerð, byggð á viðtölum við sakborninga, læknisfræðilegra gagna auk rannsóknargagna og áhættumati lögreglu. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar og með hliðsjón af kröfum lagaákvæðisins, voru ekki talin hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt væri að mennirnir sætu áfram gæsluvarðhald á grundvelli ákvæðisins. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurði mannanna tveggja úr gildi í dag. Krafa ákæruvaldsins var byggð á tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála, en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að úrskurða mann í gæsluvarðhald ef telja má „gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.“ Litið hefur verið svo á að gæsluvarðhaldi, á grundvelli ákvæðisins, verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji. Í úrskurðunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að eðlilegt sé að skýra ákvæðið þannig að árás sé ekki aðeins möguleg heldur verði eitthvað að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Gögn málsins voru ekki talin þannig úr garði gerð að áskilnaði lagaákvæðisins væri fullnægt. Þá var einnig litið til vitnisburðar geðlæknis sem sagði að heilbrigði mannsins yrði ekki talið þannig að hætta stafi af þeim, hvorki fyrir hann sjálfan né aðra einstaklinga eða hópa. Landsréttur reifaði að áður hafi verið fallist á gæsluvarðhald en nú liggi hins vegar fyrir ítarleg matsgerð, byggð á viðtölum við sakborninga, læknisfræðilegra gagna auk rannsóknargagna og áhættumati lögreglu. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar og með hliðsjón af kröfum lagaákvæðisins, voru ekki talin hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt væri að mennirnir sætu áfram gæsluvarðhald á grundvelli ákvæðisins.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00