Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 23:25 Helgi Hrafn Gunnarsson sat á þingi fyrir Pírata á árunum 2013 til 2016 og aftur frá 2017 til 2021. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. Í færslu sem Helgi Hrafn birti á Facebook í kvöld segist hann hafa verið meðal þeirra sem mennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til hryðjuverka hafi rætt um að myrða. Eða eins og Helgi Hrafn orðar það er hann einn þeirra sem „tveir náungar, vopnaðir upp fyrir augntotur, spjölluðu fremur léttúðlega um að myrða einn daginn, en bara svona í einhverju djóki samkvæmt lögmanni þeirra“. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi en Helgi Hrafni segir að eina ástæðan fyrir því að hann sé meint skotmark mannanna sé sú að hann hafi starfað í stjórnmálum í nokkur ár. Markmið hans hafi verið að auka frelsi fólks, dreifa valdi og draga úr ofvaldi yfirvalda. Hann hafi unnið gegn vopnvæðingu lögreglunnar, gegn forvirkum rannsóknarheimildum en með auknu eftirliti og aðhaldi með lögreglu. „Nú, ef ég væri myrtur á morgun vegna þess sem ég barðist fyrir í stjórnmálum, hvort sem það væri af hendi þessara tilteknu náunga eða einhvers annars, þá væri það hið allra síðasta sem ég myndi vilja, að minning mín væri misnotuð sem afsökun fyrir því að ganga í þveröfuga átt við allt sem ég barðist fyrir alla mína tíð í stjórnmálum,“ skrifar Helgi Hrafn. Sjá einnig: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Byrja eigi á auknu eftirliti Hann segir að ef lögreglan þurfi aukna valdheimildir og forvirkar rannsóknarheimildir eigi að byrja á alvöru eftirliti með lögreglunni. Ef lögreglan þurfi að lengja gæsluvarðhald eigi að byrja á eftirliti með þeim vinnubrögðum sem lenda fólki í gæsluvarðhaldi. „Vinsamlegast ekki nota meintar hótanir í minn garð sem afsökun fyrir því að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál frá þessum hófstilltu, rökréttu og reyndar fjandakornið sjálfsögðu skrefum. Og í leiðinni mætti kannski taka á öryggisógnum gegn borgurunum sem stafa af yfirvöldum sjálfum, eins og hvernig vímuefnaneytendur og möguleg fórnarlömb mansals þurfa að óttast lögregluna sjálfa fyrir það eitt að vera möguleg fórnarlömb vímuefna eða kúgunar. Sem bara tvö mjög augljós dæmi; þau eru fleiri,“ segir Helgi. Helgi segist auðvitað bara tala fyrir sjálfan sig en hann verði að segja þetta í ljósi þess að yfirvöld séu að nota málið sér til stuðnings. „Ég hef ekki takmarkalausan áhuga á því að draga andann einan og sér, og er ekki reiðubúinn til að fórna hverju sem er til að lifa. Ég skal hvoru tveggja deyja og drepa fyrir frelsið. Frekar skal ég deyja til að tala fyrir frelsinu heldur en að lifa til að fórna því. Ekki halda að það sé hægt að hræða mig með hryðjuverka- og morðhótunum til að fórna bara höndum og samþykkja hvað svo sem dómsmálaráðherra eða lögreglan vilja, því það er bara ekki þannig. Gef mér frelsi eða gef mér dauða. Gef mér lýðræði eða gef mér stríð.“ Helgi segist hafa viljað gera þessa afstöðu sína skýra ef ske kynni að „yfirvöld ætluðu nokkurn tíma að misnota minningu mína til að réttlæta aukin umsvif sín án aukins eftirlits.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Lögreglan Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Í færslu sem Helgi Hrafn birti á Facebook í kvöld segist hann hafa verið meðal þeirra sem mennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til hryðjuverka hafi rætt um að myrða. Eða eins og Helgi Hrafn orðar það er hann einn þeirra sem „tveir náungar, vopnaðir upp fyrir augntotur, spjölluðu fremur léttúðlega um að myrða einn daginn, en bara svona í einhverju djóki samkvæmt lögmanni þeirra“. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi en Helgi Hrafni segir að eina ástæðan fyrir því að hann sé meint skotmark mannanna sé sú að hann hafi starfað í stjórnmálum í nokkur ár. Markmið hans hafi verið að auka frelsi fólks, dreifa valdi og draga úr ofvaldi yfirvalda. Hann hafi unnið gegn vopnvæðingu lögreglunnar, gegn forvirkum rannsóknarheimildum en með auknu eftirliti og aðhaldi með lögreglu. „Nú, ef ég væri myrtur á morgun vegna þess sem ég barðist fyrir í stjórnmálum, hvort sem það væri af hendi þessara tilteknu náunga eða einhvers annars, þá væri það hið allra síðasta sem ég myndi vilja, að minning mín væri misnotuð sem afsökun fyrir því að ganga í þveröfuga átt við allt sem ég barðist fyrir alla mína tíð í stjórnmálum,“ skrifar Helgi Hrafn. Sjá einnig: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Byrja eigi á auknu eftirliti Hann segir að ef lögreglan þurfi aukna valdheimildir og forvirkar rannsóknarheimildir eigi að byrja á alvöru eftirliti með lögreglunni. Ef lögreglan þurfi að lengja gæsluvarðhald eigi að byrja á eftirliti með þeim vinnubrögðum sem lenda fólki í gæsluvarðhaldi. „Vinsamlegast ekki nota meintar hótanir í minn garð sem afsökun fyrir því að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál frá þessum hófstilltu, rökréttu og reyndar fjandakornið sjálfsögðu skrefum. Og í leiðinni mætti kannski taka á öryggisógnum gegn borgurunum sem stafa af yfirvöldum sjálfum, eins og hvernig vímuefnaneytendur og möguleg fórnarlömb mansals þurfa að óttast lögregluna sjálfa fyrir það eitt að vera möguleg fórnarlömb vímuefna eða kúgunar. Sem bara tvö mjög augljós dæmi; þau eru fleiri,“ segir Helgi. Helgi segist auðvitað bara tala fyrir sjálfan sig en hann verði að segja þetta í ljósi þess að yfirvöld séu að nota málið sér til stuðnings. „Ég hef ekki takmarkalausan áhuga á því að draga andann einan og sér, og er ekki reiðubúinn til að fórna hverju sem er til að lifa. Ég skal hvoru tveggja deyja og drepa fyrir frelsið. Frekar skal ég deyja til að tala fyrir frelsinu heldur en að lifa til að fórna því. Ekki halda að það sé hægt að hræða mig með hryðjuverka- og morðhótunum til að fórna bara höndum og samþykkja hvað svo sem dómsmálaráðherra eða lögreglan vilja, því það er bara ekki þannig. Gef mér frelsi eða gef mér dauða. Gef mér lýðræði eða gef mér stríð.“ Helgi segist hafa viljað gera þessa afstöðu sína skýra ef ske kynni að „yfirvöld ætluðu nokkurn tíma að misnota minningu mína til að réttlæta aukin umsvif sín án aukins eftirlits.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Lögreglan Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00