Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2022 11:02 Gunnar Þór Gíslason, formaður Ölmu leigufélags. Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. Brynju Bjarnadóttur, öryrkja á sjötugsaldri, var tilkynnt um 30 prósent hækkun á leiguverði fyrr í mánuðinum. Málið vakti mikla athygli og sagði fjármálaráðherra meðal annars að hækkunin væri óforsvaranleg. Eftir að hafa forðast fjölmiðla um smá tíma kom yfirlýsing frá félaginu þar sem sagt var að félagið hafi verið nauðbeygt til að hækka leiguverð á þeim samningum sem væru að renna út. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ sagði í tilkynningunni sem Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, skrifaði. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Gunnar Þór Gíslason, formaður stjórnar Ölmu leigufélags, að leiguverð lúti svipuðum lögmálum og fasteignaverð. Sveiflurnar séu miklar enda ráðist verðið af markaðnum á hverjum tíma. Hann bendir á að sveiflurnar á markaðnum geti verið býsna miklar. „Leiguverð hlýtur alltaf að fylgja kostnaði og markaði. Rétt eins og kaupverð íbúða. Þegar grannt er skoðað er annað óhugsandi. Og hefur ekkert með græðgi að gera heldur eðlilega framlegð af því fjármagni sem bundið er í rekstrinum,“ segir í grein Gunnars. Að meðaltali tíu prósent hækkun Hann segir að þær hækkanir sem ráðist var í um mánaðamótin hafi ekki allar verið jafn drastískar og hjá Brynju. Meðal hækkunin hafi verið innan við tíu prósent. Í hennar tilviki hafi verið að uppreikna og endurnýja samning sem stofnað var til þegar leiguverð í miðbæ Reykjavíkur var lágt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Enda þótt breytingin hafi verið fullkomlega eðlileg aðlögun að gjörbreyttu markaðsverði í miðborginni skal, eftir nánari skoðun, fúslega viðurkennt að standa hefði mátt með nærgætnari hætti að tilkynningunni um nýtt leiguverð þegar hækkun var jafn mikil og raun bar vitni. Á því er beðist afsökunar,“ segir í grein Gunnars. Leigufélagið hefur nú þegar brugðist við vegna málsins og endurskoðað verkferla sína. Héðan í frá mun félagið setja hækkunum leiguverðs við endurnýjun samninga ákveðin mörk, bæta upplýsingagjöf sína og samskipti við viðskiptavini og auka sveigjanleika við leigutaka sem vilja leita á önnur mið. Erfiður línudans Gunnar bendir á að Alma sé einkarekið fyrirtæki á markaði þar sem óhagnaðardrifin leigufélög njóta stuðnings ríkis og sveitarfélaga. Fyrirtækið þurfi að vera samkeppnishæft en einnig grundvalla rekstur sinn á eðlilegri afkomu. Sá línudans hafi reynst erfiður í því óstöðuga efnahagsumhverfi sem ríkt hefur á Íslandi um langt skeið. „Hlutverk fasteignafélaga á leigumarkaði er, og verður, að festa leiguúrræðin í sessi sem öruggan valkost þeirra sem af alls kyns ástæðum vilja ekki skuldsetja sig upp í rjáfur til þess að „eignast“ sitt eigið húsnæði. Það fólk á engu að síður að geta notið skjóls og skilnings, öryggis og áhyggjuleysis hvað heimili sitt varðar,“ segir Gunnar. Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Brynju Bjarnadóttur, öryrkja á sjötugsaldri, var tilkynnt um 30 prósent hækkun á leiguverði fyrr í mánuðinum. Málið vakti mikla athygli og sagði fjármálaráðherra meðal annars að hækkunin væri óforsvaranleg. Eftir að hafa forðast fjölmiðla um smá tíma kom yfirlýsing frá félaginu þar sem sagt var að félagið hafi verið nauðbeygt til að hækka leiguverð á þeim samningum sem væru að renna út. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ sagði í tilkynningunni sem Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, skrifaði. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Gunnar Þór Gíslason, formaður stjórnar Ölmu leigufélags, að leiguverð lúti svipuðum lögmálum og fasteignaverð. Sveiflurnar séu miklar enda ráðist verðið af markaðnum á hverjum tíma. Hann bendir á að sveiflurnar á markaðnum geti verið býsna miklar. „Leiguverð hlýtur alltaf að fylgja kostnaði og markaði. Rétt eins og kaupverð íbúða. Þegar grannt er skoðað er annað óhugsandi. Og hefur ekkert með græðgi að gera heldur eðlilega framlegð af því fjármagni sem bundið er í rekstrinum,“ segir í grein Gunnars. Að meðaltali tíu prósent hækkun Hann segir að þær hækkanir sem ráðist var í um mánaðamótin hafi ekki allar verið jafn drastískar og hjá Brynju. Meðal hækkunin hafi verið innan við tíu prósent. Í hennar tilviki hafi verið að uppreikna og endurnýja samning sem stofnað var til þegar leiguverð í miðbæ Reykjavíkur var lágt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Enda þótt breytingin hafi verið fullkomlega eðlileg aðlögun að gjörbreyttu markaðsverði í miðborginni skal, eftir nánari skoðun, fúslega viðurkennt að standa hefði mátt með nærgætnari hætti að tilkynningunni um nýtt leiguverð þegar hækkun var jafn mikil og raun bar vitni. Á því er beðist afsökunar,“ segir í grein Gunnars. Leigufélagið hefur nú þegar brugðist við vegna málsins og endurskoðað verkferla sína. Héðan í frá mun félagið setja hækkunum leiguverðs við endurnýjun samninga ákveðin mörk, bæta upplýsingagjöf sína og samskipti við viðskiptavini og auka sveigjanleika við leigutaka sem vilja leita á önnur mið. Erfiður línudans Gunnar bendir á að Alma sé einkarekið fyrirtæki á markaði þar sem óhagnaðardrifin leigufélög njóta stuðnings ríkis og sveitarfélaga. Fyrirtækið þurfi að vera samkeppnishæft en einnig grundvalla rekstur sinn á eðlilegri afkomu. Sá línudans hafi reynst erfiður í því óstöðuga efnahagsumhverfi sem ríkt hefur á Íslandi um langt skeið. „Hlutverk fasteignafélaga á leigumarkaði er, og verður, að festa leiguúrræðin í sessi sem öruggan valkost þeirra sem af alls kyns ástæðum vilja ekki skuldsetja sig upp í rjáfur til þess að „eignast“ sitt eigið húsnæði. Það fólk á engu að síður að geta notið skjóls og skilnings, öryggis og áhyggjuleysis hvað heimili sitt varðar,“ segir Gunnar.
Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14
Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57