Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2022 11:53 Mette Frederiksen verður áfram forsætisráðherra Danmerkur. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni verða hins vegar kynntir á morgun. EPA Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. Þetta var meðal þess sem kom fram þegar Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, Jakob Elleman-Jensen, formaður Venstre, og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmála flokkanna. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn verða fyrst kynntir á morgun, en þó er ljóst að Frederiksen mun áfram gegna embætti forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið vikum saman í Danmörku eftir kosningarnar í byrjun nóvember og hefur nú verið mynduð stjórn yfir miðjuna. Hin nýja ríkisstjórn hefur það að markmiði að fjölga vinnandi fólki um 45 þúsund. Þá mun Kóngsbænadagur (d. Store Bededag) ekki lengur verða rauður dagur, frá og með árinu 2024. Þá var tilkynnt að ný stjórn ætli sér að koma á sérstöku kolefnisgjaldi á landbúnaðinn til að betur sé hægt að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið sé að Danmörk verði kolefnishlutlaust árið 2045. Løkke greindi svo sérstaklega frá því að ríkisstjórnin muni hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt, en heilbrigðismálin voru mjög áberandi í kosningabaráttunni. Auk þess verði gerðar breytingar á skattkerfinu. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram þegar Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, Jakob Elleman-Jensen, formaður Venstre, og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmála flokkanna. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn verða fyrst kynntir á morgun, en þó er ljóst að Frederiksen mun áfram gegna embætti forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið vikum saman í Danmörku eftir kosningarnar í byrjun nóvember og hefur nú verið mynduð stjórn yfir miðjuna. Hin nýja ríkisstjórn hefur það að markmiði að fjölga vinnandi fólki um 45 þúsund. Þá mun Kóngsbænadagur (d. Store Bededag) ekki lengur verða rauður dagur, frá og með árinu 2024. Þá var tilkynnt að ný stjórn ætli sér að koma á sérstöku kolefnisgjaldi á landbúnaðinn til að betur sé hægt að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið sé að Danmörk verði kolefnishlutlaust árið 2045. Løkke greindi svo sérstaklega frá því að ríkisstjórnin muni hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt, en heilbrigðismálin voru mjög áberandi í kosningabaráttunni. Auk þess verði gerðar breytingar á skattkerfinu.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32