Sendi stúlku undir lögaldri kynferðisleg skilaboð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:43 Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. vísir/getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sent stúlku undir 15 ára aldri fimm gróf og kynferðisleg smáskilaboð á einum sólarhring og „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar,“ líkt og segir í ákæru. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa sent umrædd skilaboð. Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. Mat dómurinn það svo að orðalagið í skilaboðum mannsins hefði verið meiðandi í ljósi aðstæðna og ítrekað. Þá var ekki talið sannað að maðurinn hefði vitað að stúlkan væri undir 15 ára aldri. Hins vegar segir í dómnum að það verði að „meta ákærða það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur brotaþola.“ Sem fyrr segir þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið tveggja ára fangelsi. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi ekki hlotið refsidóm áður. Þá leit dómurinn einnig til þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn en tæpir átta mánuðir liðu frá því að málið var sent til héraðssaksóknara og þar til ákæra var gefin út. Hins vegar var það talið til refsiþyngingar að maðurinn braut gegn ungri stúlku og misnotaði aðstæður sínar, þar með talið þroska-og aldursmun þeirra, og traust stúlkunnar án þess að skeyta um afleiðingar þess fyrir hana. Auk þess er manninum gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sent stúlku undir 15 ára aldri fimm gróf og kynferðisleg smáskilaboð á einum sólarhring og „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar,“ líkt og segir í ákæru. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa sent umrædd skilaboð. Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. Mat dómurinn það svo að orðalagið í skilaboðum mannsins hefði verið meiðandi í ljósi aðstæðna og ítrekað. Þá var ekki talið sannað að maðurinn hefði vitað að stúlkan væri undir 15 ára aldri. Hins vegar segir í dómnum að það verði að „meta ákærða það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur brotaþola.“ Sem fyrr segir þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið tveggja ára fangelsi. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi ekki hlotið refsidóm áður. Þá leit dómurinn einnig til þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn en tæpir átta mánuðir liðu frá því að málið var sent til héraðssaksóknara og þar til ákæra var gefin út. Hins vegar var það talið til refsiþyngingar að maðurinn braut gegn ungri stúlku og misnotaði aðstæður sínar, þar með talið þroska-og aldursmun þeirra, og traust stúlkunnar án þess að skeyta um afleiðingar þess fyrir hana. Auk þess er manninum gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira